FKA Framtíð

Hlutverk

FKA Framtíð er fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Deildin leggur mikla áherslu á virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega. Deildin er fyrir konur sem vilja halda áfram að læra, þróast, þiggja og gefa af sér til annarra kvenna. FKA Framtíð vill vera stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun og stuðningsnet fyrir konur svo þær geti fullnýtt hæfileika sína og möguleika. FKA Framtíð trúir því að saman séum við sterkari.

Hlutverk FKA Framtíðar er að vera leiðtogahvati fyrir konur í atvinnulífinu, auka tengslamyndun, styðja við einstaklingsþróun, skapa grundvöll til að deila reynslu og auka styrk sinn með innblæstri frá öðrum konum. Mikil áhersla er lögð á að félagskonur efli hver aðra með ráðum, innblæstri og byggi upp virkt og öflugt tengslanet. 

Helstu verkefni 

Helstu verkefni deildarinnar snúa að því að styðja við öflugt tengslanet og hvernig mögulegt er að nýta sér kosti þess.

Mentorverkefni FKA Framtíðar er gríðarlega mikilvægt og eftirsótt verkefni þar sem komið er upp mentor samstarfi milli kvenna t.d. milli reyndra leiðtoga og óreyndari. Þá er stuðningur við einstaklingsþróun og að skapa vettvang til þess að miðla reynslu og byggja upp tengsl stór þáttur. 

Verkefni taka mið af óskum og þörfum félagskvenna, ávallt með ástríðu og fagmennsku að leiðarljósi, með það fyrir augum að styrkja stöðu félagskvenna FKA í íslensku atvinnulífi. 

Stjórnir fyrri ára

Stjórn Framtíðar 2020-2021

Ásdís Auðunsdóttir – Innblásari
Katrín Petersen – Innblásari
Maríanna Magnúsdóttir – Innblásari
Ósk Heiða Sveinsdóttir – Formaður
Rakel Lind Hauksdóttir – Samskiptatengill
Snædís Helgadóttir – Innblásari
Unnur María Birgisdóttir – Innblásari