FKA Norðurland

Hlutverk 

FKA konur Norðanlands ekki síður en á landsvísu eru meðvitaðar um það afl sem þær sameinaðar búa yfir og hvers virði það er að virkja það til góðra verka. Mannauðurinn innan FKA er dýrmætur og saman getum við sótt fram á öllum sviðum samfélagsins til að búa okkur öllum betra umhverfi þar sem meiri jöfnuður og hagsæld ríkir. Örfáar konur í atvinnurekstri á Akureyri höfðu gengið til liðs við FKA áður en Norðurlandsdeild var stofnuð en með stofnun hennar tók norðlenskum konum að fjölga innan vébanda FKA og nú eru rúmlega tuttugu konur skráðar í FKA á Norðurlandi.

Helstu verkefni

Eiginlegir stjórnarfundir eru fáir en tæknin þeim mun meira notuð enda stjórnarkonur dreifðar um svæðið og oft mun einfaldara að setjast við tölvu en að ná stjórnarkonum á sama stað. Óformlegir fundir eru haldnir mánaðarlega þar sem hist er á kaffihúsi eða veitingastað á Akureyri, eru þá allar konur hvattar til að mæta, hvar sem þær búa á Norðurlandi. Málefni sem þarfnast kynningar eða afgreiðslu eru tekin fyrir á þessum fundum en þeir eru ekki síður hugsaðir til að kynnast, ræða málin, efla samstöðu og fjölga möskvum í tengslanetinu okkar. Auk þess er stofnað til viðburða af og til yfir vetrartímann. Komið er þá saman til helgardvalar á vel völdum stað utan Akureyrar. Auðvitað er misjafnt eftir aðstæðum og veðri hve margar mæta til samverustundanna en alltaf göngum við eilítið léttari í lund og ríkari frá öllum samfundum og samveran þéttir raðirnar.

Af og til yfir vetrarmánuðina bjóða einstök fyrirtæki í eigu – eða undir stjórn FKA kvenna afslátt á vöru eða þjónustu til félagskvenna. Hefur það mælst vel fyrir.

Stjórn 2021-2022

Formaður: Jóhanna Hildur Ágústsdóttir

Alfa Jóhannsdóttir
Sif Jónsdóttir

 

—————————

Stjórn 2020-2021

Fjóla Björk Karlsdóttir
Jóhanna Hildur Ágústsdóttir
Ísey Dísa Hávarsdóttir