FKA Suðurland

Hlutverk 

FKA Suðurland er skipað ríflega 80 konum sem koma úr fjölbreyttum starfsgreinum á Suðurlandi og fer þeim ört fjölgandi. Mikil samstaða hefur ríkt innan deildarinnar til að virkja fleiri konur í FKA Suðurland, enda hefur starfið í FKA, gefið konum mikið og eflt samstöðu og einingu innan svæðisins. Það er mikil gróska í atvinnulífinu á Suðurlandi þar sem konur hafa gert sig gildandi í rekstri fjölmargra öflugra fyrirtækja, jafnt í ferðaþjónustu, verslun, handverki og hönnun, útgáfu og rekstri fjölbreyttra fyrirtækja. FKA Suðurland vill efla konur til ábyrgðar og þátttöku í atvinnulífinu með jákvæðri nálgun og gleði í fyrirrúmi. 

Helstu verkefni

Stjórnin kemur saman mánaðarlega frá hausti og fram á sumar og er mikið lýðræði innan stjórnarinnar. Yfirleitt tekur ein stjórnarkona ábyrgð á hverjum viðburði sem haldin er, en svo hjálpast konur að þegar á þarf að halda. Haldnir hafa verið fjölmargir áhugaverðir viðburðir, bæði í samvinnu við aðrar deildir FKA og viðburðir sem sprottnir eru úr eigin ranni. Heimsóknir í fyrirtæki kvenna er til helminga við fræðandi viðburði. Fyrirlesarar eru bæði aðfengnir eða úr hópi félagskvenna og þeir sem mæta á fræðsluviðburðina fá tækifæri til að kynna sig og segja frá áskorunum í eigin rekstri eða í sinni vinnu.

Stjórn FKA Suðurlands 2022-2023

 

Formaður : Laufey Guðmundsdóttir

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir

Ingunn Jónsdóttir / varakona í stjórn

Íris Tinna Margrétardóttir

Íris Brá Svavarsdóttir / varakona í stjórn

Ragna Gunnarsdóttir

Sigríður Helga Sveinsdóttir

 

 

Fyrri stjórnir //
Stjórn 2021-2022

 

Formaður & Samskiptamiðill: Laufey Guðmundsdóttir
Gjaldkeri: Margrét Ingþórsdóttir

Herdís Friðriksdóttir

Hrönn Vilhelmsdóttir

Íris Tinna Margrétardóttir

Jessi Kingan

Svanhildur Jonsdottir

Mynd af aðalfundi 16. september 2021 // Nýkjörin stjórn FKA Suðurlands haustið 2021 // Svanhildur, Íris Tinna, Laufey, Margrét, Jessi og Hrönn. Á myndina vantar Herdís Friðriksdóttir.

——————————

Stjórn 2020-2021
Formaður: Auður I Ottesen
Samskiptamiðill: Laufey Guðmundsdóttir
Gjaldkeri: Margrét Ingþórsdóttir
Eydís Rós Eyglóardóttir
Herdís Friðriksdóttir
,,Við skiptum okkur í hópa til að sinna svo ákveðnum verkefnum…”
Popup – hópur
Meðlimir: Jessý (Jessica), Valgerður og Íris Tinna.
Verkefni hópsins: Móta og koma með tillögur að viðburðum með stuttum fyrirvara (skyndiákvarðanir).
Samskipta – hópur
Meðlimir: Magga, Laufey, Hrund og Eydís.
Verkefni hópsins: Sjá um samskipti við formann og framkvæmdastjóra FKA, og aðrar stjórnir FKA.
Koma á framfæri – hópur
Meðlimir: Eydís, Auður, Herdís, og Svanhildur.
Verkefni hópsins: Skoða hvernig nýta megi heimasíðu og aðrar leiðir til að koma okkar konum á framfæri.