FKA Suðurnes

Hlutverk 

Samkvæmt lögum Félags kvenna í atvinnulífinu FKA er stofnun félagsdeilda í FKA heimil að fengnu samþykki stjórnar. Skrifleg beiðni um stofnun félagsdeildarinnar FKA Suðurnes barst skrifstofu FKA og var tekin fyrir á stjórnarfundi, var samþykkt og mættu rúmlega 80 konur á stofnfundinn.

Stofnfundur FKA Suðurnes, Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum var haldinn í bíósal Duus húsa og á netinu þann 26. nóvember 2021. Fyrirkomulag var mótað í takt við ferskar og brakandi sóttvarnarreglur þann daginn og konur beðnar um að framvísa neikvæðu hraðprófi vegna heimsfaraldurs Covid19.

Helstu verkefni

FKA Suðurnes vill nýta styrkleika sem felst í fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum með því að styðja konur í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. Tilgangur landsbyggðardeildar Suðurnesja er að sameina konur á Suðurnesjum í því skyni að auka þátt kvenna í störfum og stjórnum auk þess að leggja áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra. Helstu hlutverk FKA Suðurnes er að kortleggja tækifærin á svæðinu sem eru til staðar er kemur að atvinnusköpun kvenna og nálgast hlutina með nýju hætti með áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra kvenna á svæðinu með jákvæðni, seiglu og útsjónarsemi – að efla þátt kvenna í samfélaginu okkur öllum til heilla.

 

Stjórn FKA Suðurnes 2022-2023

Fida Abu Libdeh – formaður

Anna Karen Sigurjónsdóttir – gjaldkeri

Eydís Mary Jónsdóttir– fræðslustjóri 

Guðný Birna Guðmundsdóttir  skipulagsfulltrúi

Gunnhildur Pétursdóttir – ritari

 

Sigurbjörg Gunnarsdóttir – samskiptastjóri

Snjólaug Jakobsdóttir– fjáröflunarstjóri

Unnur Svava Sverrisdóttir– viðburðastjóri

Þuríður Halldóra Aradóttir – varaformaður

 

 

Stjórn FKA Suðurnes 2021-2022

Hlutverk stjórnar FKA Suðurnes

FormaðurGuðný Birna Guðmundsdóttir

VaraformaðurFida Abu Libdeh 

GjaldkeriAnna Karen Sigurjónsdóttir og Herborg Svana Hjelm (vara)

SamskiptafulltrúiRakel Lind Hauksdóttir Michelsen 

FjáröflunarfulltrúarSnjólaug Jakobsdóttir, Eydís Mary Jónsdóttir og Gunnhildur Pétursdóttir

RitariGunnhildur Pétursdóttir 

MarkaðsfulltrúiÞuríður Halldóra Aradóttir

 

Mynd af fyrstu stjórn FKA Suðurnes og Elizu Reid sem tekin var á stofnfundi 26. nóvember 2021 // Frá vinstri: Anna Karen Sigurjónsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Eliza Reid forsetafrú og félagskona FKA, Gunnhildur Pétursdóttir, Eydís Mary Jónsdóttir, Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen og Fida Abu Libdeh. Á myndina vantar: Herborg Svana Hjelm, Íris Sigtryggsdóttir, Snjólaug Jakobsdóttir og Þuríður Halldóra Aradóttir.

 

Stofnfundargerð FKA Suðurnes 26. nóvember 2021

Fyrsti fundur stjórnar FKA Suðurnes 30. nóvember 2021 

Annar fundur stjórnar FKA Suðurnes 10. janúar 2022