FKA Suðurnes
Hlutverk
Samkvæmt lögum Félags kvenna í atvinnulífinu FKA er stofnun félagsdeilda í FKA heimil að fengnu samþykki stjórnar. Skrifleg beiðni um stofnun félagsdeildarinnar FKA Suðurnes barst skrifstofu FKA og var tekin fyrir á stjórnarfundi, var samþykkt og mættu rúmlega 80 konur á stofnfundinn.
Stofnfundur FKA Suðurnes, Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum var haldinn í bíósal Duus húsa og á netinu þann 26. nóvember 2021. Fyrirkomulag var mótað í takt við ferskar og brakandi sóttvarnarreglur þann daginn og konur beðnar um að framvísa neikvæðu hraðprófi vegna heimsfaraldurs Covid19.
Helstu verkefni
FKA Suðurnes vill nýta styrkleika sem felst í fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum með því að styðja konur í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. Tilgangur landsbyggðardeildar Suðurnesja er að sameina konur á Suðurnesjum í því skyni að auka þátt kvenna í störfum og stjórnum auk þess að leggja áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra. Helstu hlutverk FKA Suðurnes er að kortleggja tækifærin á svæðinu sem eru til staðar er kemur að atvinnusköpun kvenna og nálgast hlutina með nýju hætti með áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra kvenna á svæðinu með jákvæðni, seiglu og útsjónarsemi – að efla þátt kvenna í samfélaginu okkur öllum til heilla.
Stjórn FKA Suðurnes 2022-2023
Fida Abu Libdeh – formaður
Anna Karen Sigurjónsdóttir – gjaldkeri
Eydís Mary Jónsdóttir– fræðslustjóri
Guðný Birna Guðmundsdóttir – skipulagsfulltrúi
Gunnhildur Pétursdóttir – ritari
Sigurbjörg Gunnarsdóttir – samskiptastjóri
Snjólaug Jakobsdóttir– fjáröflunarstjóri
Unnur Svava Sverrisdóttir– viðburðastjóri
Þuríður Halldóra Aradóttir – varaformaður
Stjórn FKA Suðurnes 2021-2022
Hlutverk stjórnar FKA Suðurnes
Formaður – Guðný Birna Guðmundsdóttir
Varaformaður – Fida Abu Libdeh
Gjaldkeri – Anna Karen Sigurjónsdóttir og Herborg Svana Hjelm (vara)
Samskiptafulltrúi – Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen
Fjáröflunarfulltrúar – Snjólaug Jakobsdóttir, Eydís Mary Jónsdóttir og Gunnhildur Pétursdóttir
Ritari – Gunnhildur Pétursdóttir
Markaðsfulltrúi – Þuríður Halldóra Aradóttir
Mynd af fyrstu stjórn FKA Suðurnes og Elizu Reid sem tekin var á stofnfundi 26. nóvember 2021 // Frá vinstri: Anna Karen Sigurjónsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Eliza Reid forsetafrú og félagskona FKA, Gunnhildur Pétursdóttir, Eydís Mary Jónsdóttir, Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen og Fida Abu Libdeh. Á myndina vantar: Herborg Svana Hjelm, Íris Sigtryggsdóttir, Snjólaug Jakobsdóttir og Þuríður Halldóra Aradóttir.
Stofnfundargerð FKA Suðurnes 26. nóvember 2021