FKA Vesturland

Hlutverk 

FKA Vesturland er vettvangur fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi til að efla tengslanet sitt og styrkja hverjar aðra. Markmið nefndarinnar er að stuðla að samheldni og samvinnu kvenna og vera hreyfiafl fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi.

Helstu verkefni

Nefndin stuðlar að samheldni og samvinnu kvenna með skipulagi á viðburðum þar sem konur hafa tækifæri til að fræðast, kynnast hver annarri og kynna störf sín og/eða fyrirtæki. Nefndin skipuleggur viðburði þar sem konur hittast frá öllu Vesturlandi 2 – 4 sinnum á ári og dreifir staðsetningu þeirra um umdæmi nefndarinnar. Viðburðir geta bæði verið eingöngu á vegum nefndarinnar eða í samstarfi við aðrar nefndir FKA. 

Starf nefndarinnar hófst 18. apríl 2018 og var stofnfundur haldinn í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi, veitingahúsi sem fyrsti formaður nefndarinnar, Steinunn Helgadóttir, á og rekur ásamt manni sínum. Frumkvæði að stofnun nefndarinnar átti hún ásamt nokkrum galvöskum konum á Snæfellsnesi.

Stjórn nefndarinnar fundar reglulega með hjálp fjarfundarbúnaðar enda stjórnarkonur búsettar víða í umdæmi nefndarinnar. Stjórnarkonur nýta svo tækifærið og funda í eigin persónu í tengslum við viðburði nefndarinnar.

 

Stjórn 2022-2023

 

Stephanie Nindel – formaður.

Michell Bird – gjaldkeri.

Rut Ragnarsdóttir – ritari.

Rúna Björg Sigurðardóttir – varaformaður.

(Tinna Grímarsdóttir – samskiptastjóri.)

———————
 
Fyrri stjórnir

Stjórn 2021-2022

Formaður: Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, Akranesi.

Ritari: Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði.

Samskiptatengill: Anna Melsteð, Stykkishólmi.

Gjaldkeri: Dagný Halldórsdóttir,  Akranesi.

Meðstjórnandi: Ingibjörg Valdimarsdóttir, Akranesi

Stjórn 2020-2021

Formaður: Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, Akranesi
Ritari: Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði
Samskiptatengill: Anna Melsteð, Stykkishólmi
Gjaldkeri: Gyða Steinsdóttir, Stykkishólmi
Meðstjórnandi: Ingibjörg Valdimarsdóttir, Akranesi