Hlutverk og helstu verkefni
Reglubundin nýliðamóttaka er haldin (fyrir nýjar félagskonur FKA og/eða félagskvenna sem vilja verða virkari) tvisvar sinnum á ári. Alla jafna er önnur hýst og kostuð af fyrirtækjum sem kynna starfssemi sína í stuttu máli á slíkum fundi. Önnur af tveimur er haldin á netinu þar sem félagskonur eru um land allt og velja rafrænan kost af fjölmörgum ástæðum. Móttakan leggur áherslu á fræðslu um starfssemi FKA, helstu viðburði og tengslamyndun (nýrra) FKA kvenna – sem allar eiga það sameiginlegt að ætla að setja sig á dagskrá!
Enn fremur skal fræðslunefnd halda einn viðburð á starfsárinu. Áhugaverð erindi og fræðsla hefur verið í boði þar sem kallað hefur verið eftir lifandi umræðu í samfélaginu hverju sinni. Fræðslunefnd ákveður efni fundar en hefur ætíð tekið vel í allar beiðnir og tillögur frá félagskonum, stjórn og framkvæmdastjóra um áhugaverð verkefni sem vert er að skoða hverju sinni, fylgt þeim eftir í framkvæmd og/eða tekið til umfjöllunar hjá nefnd.