Fræðslunefnd FKA

Hlutverk 

Hlutverk fræðslunefndar er að leitast við að fræða félagskonur um ýmislegt sem kemur að gagni við rekstur fyrirtækja, stjórnun, tækni, fjármál og önnur áhugaverð málefni líðandi stundar. Mikilvægt er að fræðsla hverju sinni taki mið af umræðu í samfélaginu og því sem er efst á baugi.

 

Helstu verkefni 

Reglubundin nýliðamóttaka er haldin (fyrir nýjar félagskonur FKA og/eða félagskvenna sem vilja verða virkari) tvisvar sinnum á ári. Alla jafna er önnur hýst og kostuð af fyrirtækjum sem kynna starfssemi sína í stuttu máli á slíkum fundi. Önnur af tveimur er haldin á netinu þar sem félagskonur eru um land allt og  velja rafrænan kost af falls konar ástæðum. Móttakan leggur áherslu á fræðslu um starfssemi FKA, helstu viðburði og tengslamyndun (nýrra) FKA kvenna – sem allar eiga það sameiginlegt að ætla að setja sig á dagskrá!

Áhugaverð erindi og fræðsla hafa einnig verið í boði þar sem kallað hefur verið eftir lifandi umræðu í samfélaginu hverju sinni. Fræðslunefnd hefur ætíð tekið vel í allar beiðnir og tillögur frá félagskonum, stjórn, formanni og framkvæmdastjóra um áhugaverð verkefni sem vert er að skoða hverju sinni, fylgt þeim eftir í framkvæmd og/eða tekið til umfjöllunar hjá nefnd.

Fræðslunefndir fyrri ára