Fræðslunefnd FKA

Hlutverk 

Hlutverk fræðslunefndar er að leitast við að fræða félagskonur um ýmislegt sem kemur að gagni við rekstur fyrirtækja, stjórnun, tækni, fjármál og önnur áhugaverð málefni líðandi stundar. Mikilvægt er að fræðsla hverju sinni taki mið af umræðu í samfélaginu og því sem er efst á baugi. Gerð hefur verið könnun meðal félagskvenna sem fræðslunefnd rýnir í og tekur mið af þeim áherslum sem þar koma fram hvern starfsvetur.

Helstu verkefni 

Reglubundin nýliðamóttaka er haldin fyrir nýjar félagskonur FKA tvisvar sinnum á ári, alla jafna hýst og kostuð af fyrirtækjum sem kynna starfssemi sína í stuttu máli á slíkum fundi. Móttakan leggur áherslu á fræðslu um starfssemi FKA, helstu viðburði og tengslamyndun nýrra FKA kvenna.

Fræðslunefnd FKA hélt málþing á hótel Natura í samstarfi við Íslandsbanka undir yfirskriftinni Konur og fjármál: Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði. Fyrirlestrar voru fjölmargir þar sem viðfangsefnið var meðal annars fjárfestingumhverfið á Íslandi og hvernig konur verði öflugir fjárfestar.

Fyrirlestraröð fylgir málþinginu starfsárið 2020-2021, þar sem áhugaverð umræða beinist að því að hvetja FKA konur til að verða öflugt hreyfiafl í hlutafélögum, fjármálamarkaði o.s.frv.

Áhugaverð erindi og fræðsla hafa einnig verið í boði á miðvikudagsmorgnum, þar sem kallað hefur verið eftir lifandi umræðu í samfélaginu hverju sinni. Fræðslunefnd hefur ætíð tekið vel í allar beiðnir og tillögur frá stjórn, formanni og framkvæmdastjóra um áhugaverð verkefni sem vert er að skoða hverju sinni og fylgt þeim eftir í framkvæmd.

Fræðslunefndir fyrri ára

Fræðslunefnd 2020-21

Þórdís Yngvadóttir – Formaður
Gróa Másdóttir – Samskiptatengill
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Katrín Amni