Golfnefnd FKA

Hlutverk 

Hlutverk nefndarinnar er að halda árlegan golfviðburð fyrir FKA konur. Tengslamyndum í FKA fer fram á margvíslegan hátt og eru hinar árlegu golfferðir FKA mjög góð leið til að efla tengslanetið og hafa ófá vináttu- og viðskiptasambönd myndast í ferðunum. 

Helstu verkefni

Skemmtilegt verkefni er að skipuleggja hið árlega mót og virkja FKA konur til að taka þátt í því t.d. með fyrirtækjakynningum. Fjölmargar FKA konur styðja við bakið á okkur með glæsilegum vinningum og teiggjöfum sem eru afhentar ýmist að morgni eða kvöldi hvers dags. Í ferðunum er sett upp nýtt mót daglega og mikið lagt upp úr því að konur spili með nýjum konum á hverjum degi til að efla tengslamyndun og hrista saman hópinn.  

Sú hefð hefur komist á að golfnefnd hefur heimild stjórnar til að fara annað hvert ár erlendis og hitt árið heldur hún mót innanlands. Golfmót er haldið í upphafi sumars og sendar út upplýsingar um hvert verður farið og hvenær þegar nær dregur.

Golfnefndir fyrri ára

Golfnefnd 2021-22

Helga Björg Steinþórsdóttir – Formaður

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

Bryndís Emilsdóttir

Erla Ósk Pétursdóttir

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir

Ólöf Guðmundsdóttir

Ragnheiður Friðriksdóttir

 
 

Golfnefnd 2020-21

Bryndís Emilsdóttir  – Formaður
Elfa Björk Björgvinsdóttir
Helga Björg Steinþórsdóttir
Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir
Ólöf Guðmundsdóttir
Ragnheiður Friðriksdóttir
Soffía Theodórsdóttir
Vigdís Segatta