LeiðtogaAuður
Konur úr forystusveit íslensks viðskiptalífs sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu
LeiðtogaAuður er deild innan FKA fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageira og hinum opinbera. Félagskonur eru hluti af forystusveit íslensks viðskiptalífs sem gegna eða hafa gegnt ábyrgðarstöðu atvinnulífsins, konur sem vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs og vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur.
Tilgangur LeiðtogaAuðar er að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í atvinnulífinu og að auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu. Markmið félagsins er að konur í forystusveit íslensks viðskiptalífs kynnist hver annarri og geti nýtt sér tengsl, stuðning, aðstoð og önnur tækifæri sem félagsskapurinn býður upp á.
LeiðtogaAuður varð til í tengslum við verkefnið ,,AUÐUR í krafti kvenna” sem stóð yfir á árunum 2000-2003. Félagskonur eru nú um 100, langflestar eru þær í stjórnendastöðum, oft framkvæmdastjórar, hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. LeiðtogaAuður einbeitir sér að málefnum viðskiptalífsins og því umhverfi sem það starfar í á hverjum tíma.
Stjórn LeiðtogaAuðar 2022-2023
Stjórn LeiðtogaAuðar
Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar IS
Elfa Björg Aradóttir fjármálastjóri hjá Ístak
Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti
Hildur Árnadóttir / fomaður / ráðgjafi og stjórnarkona
Ragnheiður Aradóttir eigandi og framkvæmdastjóri PROevents og PROcoaching
Svanhildur Jónsdóttir deildarstjóri velferðartæknismiðju hjá Reykjavíkurborg
Stjórn LeiðtogaAuðar / mynd: Elfa Björk Aradóttir fjármálastjóri hjá Ístak, Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar IS,Hildur Árnadóttir ráðgjafi og stjórnarkona og Svanhildur Jónsdóttir deildarstjóri velferðartæknismiðju hjá Reykjavíkurborg. Það vantar tvær stjórnarkonur á myndina þær Guðlaugu Sigurðardóttur framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti og Ragnheiði Aradóttur eiganda og framkvæmdastjóra PROevents og PROcoaching.
Viðburðanefnd:
Ástrún Björk Ágústsdóttir
Harpa Jónsdóttir
Hrönn Greipsdóttir
Ingibjörg Ólafsdóttir
Rannveig Gunnarsdóttir
Svanhildur Jónsdóttir
Inntökunefnd:
Geirþrúður Alfreðsdóttir
Gréta María Grétarsdóttir
Guðlaug Sigurðardóttir
Hjördís Ásberg
Vorferðanefnd:
Elísabet Sveinsdóttir
Halldóra Traustadóttir
Hildur Árnadóttir
Ragnheiður Aradóttir
Ruth Elfarsdóttir
Sigríður Dröfn Ámundadóttir
Starfsemi
Starfsemi LeiðtogaAuður hefur verið í nokkuð föstum skorðum undanfarin starfsár. Helstu liðir í starfseminni eru þessir:
- Hádegishittingur / frjáls mæting / annan þriðjudag í hverjum mánuði yfir veturinn.
- Fyrirtækjaheimsóknir / ein að vori og önnur að hausti.
- Náms og hópeflisferð / einu sinni á vetri.
- Aðalfundur / í maí ár hvert.
Inntökuskilyrði og félagsgjald
Hvað er LeiðtogaAuður og hver eru inntökuskilyrði?
LeiðtogaAuður er félagsskapur fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einka- og/eða opinbera geiranum, gegna eða hafa gegnt ábyrgðarstöðu og vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs.
Tilgangur LeiðtogaAuðar er að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í atvinnulífinu og að auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu.
LeiðtogaAuður er ein af þremur deildum innan FKA en er sjálfstæð eining sem skipar eigin stjórn, heldur árlega aðalfundi og eigið bókhald. Félagskonur í LeiðtogaAuði þurfa því jafnframt að vera aðilar að FKA.
Markmið inntökunefndar LeiðtogaAuðar er að stuðla að því að í hópnum séu um 100 virkar konur úr öllum atvinnugreinum með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og reynslu.
Ferli við inngöngu
Inntökunefnd tekur við umsóknum og tilnefningum um nýjar félagskonur frá núverandi LeiðtogaAuðum.
Telji stjórn eða inntökunefnd ástæðu til að fjölga félagskonum þá óskar inntökunefnd eftir tilnefningum frá félagskonum.
Konur sem óska eftir inngöngu og þær sem tilnefndar eru senda tölvupóst á netfangið leidtogaaudur@fka.is með kynningarbréfi og/eða ferilskrá sem inntökunefnd vinnur úr. Einnig er heimilt að senda hlekk á viðkomandi á LinkedIn ef upplýsingar þar eru nægilega greinargóðar.
Umsókn eða tilnefning þarf jafnframt að vera studd af tveimur núverandi LeiðtogaAuðum.
Inntökunefnd afgreiðir umsóknir og tilnefningar jafnóðum og þær berast og sendir til stjórnar til samþykktar. Eftir samþykki stjórnar tilkynnir formaður LeiðtogaAuðar félagskonum um inngöngu þeirra og býður þær velkomnar, ásamt því að upplýsa framkvæmdastjóra FKA um inngönguna.
Lögð er áhersla á að inntökuferlið gangi hratt fyrir sig og fari fram í gegnum tölvupóst til að tryggja rekjanleika.
Miðað er við að fjöldi nýrra félagskvenna sé að öllu jöfnu að hámarki tíu á ári.
Inntökunefnd er skipuð að minnsta kosti þremur félagskonum. Nefndin er kjörin á aðalfundi LeiðtogaAuðar og situr einn meðlima hennar jafnframt í stjórn félagsins.
Félagsgjald
Árgjald LeiðtogaAuðar er viðbót við félagsgjald FKA og skal fjárhæð þess ákvörðuð á aðalfundi. Ágjaldið er ætlað til uppbyggingar deildarinnar og til að standa straum af kostnaði við eigin viðburði.
Aðalfundur LeiðtogaAuðar – Samþykktir LeiðtogaAuðar 0306 2020
Saga LeiðtogaAuðar
LeiðtogaAuður varð til í tengslum við verkefnið ,,AUÐUR í krafti kvenna” sem stóð yfir á árunum 2000-2003. Markmið AUÐAR var að auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun og var LeiðtogaAuður einn af sex meginþáttum verkefnisins.
LeiðtogaAuður hefur þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga og stjórnunarstöfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Markmið félagsins er að konur í forystusveit íslensks viðskiptalífs kynnist hver annarri og geti nýtt sér tengsl, stuðning, aðstoð og önnur tækifæri sem félagsskapurinn byði upp á, auk þess að vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur. LeiðtogaAuður einbeitir sér að málefnum viðskiptalífsins og því umhverfi sem það starfar í á hverjum tíma. Félagar í LeiðtogaAuði eru fyrst og fremst konur í stjórnendastöðum, oft framkvæmdastjórar, hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi.
Kjarna hópsins mynda þær konur sem tóku þátt í LeiðtogaAuðar námskeiðum á árunum 2000-2002. Sá hópur var valinn með því að hafa samband við stærstu fyrirtæki atvinnulífsins, auk nokkurra stofnanna og bjóða þeim að tilnefna konu úr röðum æðstu stjórnenda fyrirtækisins. Frá árinu 2005 hefur stjórn LeiðtogaAuðar borið ábyrgð á inntöku nýrra meðlima og hafa tæplega tíu nýliðar verið teknir inn á hverju ári.
Saga verkefnisins AUÐUR í krafti kvenna
Árið 1999 ákvað Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins að efna til átaks til að auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun. Í upphafi var leitað í smiðju til þeirra sem bestum árangri hafa náð í þessum efnum,
einkum í Bandaríkjunum.
Haustið 1999 samþykkti stjórn NSA tillögu undirbúningshóps um fjölþætt fræðslu- og hvatningarátak. Átakinu var ætlað að ná til kvenna á öllum aldri og standa í þrjú ár.
Samstarfsaðilar voru valdir úr hópi öflugustu fyrirtækja landsins, Íslandsbanki, Deloitte & Touche og Morgunblaðið. Ákveðið var að Háskólinn í Reykjavík hefði umsjón með framkvæmd átaksins, sem gefið var nafnið AUÐUR í krafti kvenna.
Birta og kjarkur einkenndu AUÐI alla tíð og þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið óbeint ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð, en þeir eru FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin.
FjármálaAUÐUR jók hagnýta þekkingu kvenna á fjármálum svo þær öðluðust meiri skilning og sjálfstraust og varð tamara að líta á sig sem ,,fjármálaverur. Námskeiðin voru haldin utan hefðbundins vinnutíma og nam hvert þeirra 16 klukkustundum. Haldin voru 16 námskeið sem 862 konur tóku þátt í.
FrumkvöðlaAUÐUR var ætlað konum sem vildu stofna og/eða reka fyrirtæki. Markmiðið var að gera konurnar færar um að reka fyrirtæki, móta viðskiptahugmynd og semja viðskiptaáætlun, sem kynnt var í lok námskeiðsins. Haldin voru 6 námskeið og stóð hvert þeirra í 16 vikur. Þátttakendur voru 163 og unnu að meira en 90 viðskiptahugmyndum. Við verklok AUÐAR höfðu þátttakendur í FrumkvöðlaAUÐI stofnað 51 fyrirtæki sem veittu 217 ný störf.
FramtíðarAUÐUR bauð 13-16 ára ára stúlkum árlega til þriggja daga dvalar að Skógum undir
Eyjafjöllum. Þeim voru kynnt helstu hugtök viðskipta og settu þær sig í spor frumkvöðla og skilgreindu, skrifuðu og kynntu viðskiptaáætlanir. Þær tóku þátt í fyrirtækjaleik í hópum, þar sem þær ráku nýstofnuð fyrirtæki sín. Þetta varð einn skemmtilegasti hluti AUÐAR, sem 75 stúlkur tóku þátt í. AUÐUR samdi einnig námsefnið Látum drauminn rætast – sem fellur vel að námsgreininni Lífsleikni, og er ætlað að gera nemendum kleift að sjá stofnun fyrirtækis sem einn af möguleikum til atvinnu í framtíðinni. Námsefnið er boðið skólum endurgjaldslaust.
LeiðtogaAUÐUR leiddi saman kvenstjórnendur íslensks atvinnulífs. Markmiðið var að styrkja konurnar sem stjórnendur og efla innbyrðis tengsl þeirra. Með heimsþekktum sérfræðingi voru greindir megin þættir í stjórnunarstíl og tekið á þeim margþætta vanda sem stjórnendur mæta. Námskeiðið var haldið hvert haust að Mývatni og tóku 60 konur þátt. Þessar konur mynduðu öflugt tengslanet og hittast reglulega til að fræðast og gleðjast saman.
AUÐARdætur með í vinnuna, var árleg hátíð þar sem fyrirtæki buðu ungum dætrum landsins til sín. Markmiðið var að víkka sjóndeildarhring telpna og gera þeim ljóst hvað atvinnulífið býður marga
möguleika. Óhætt er að fullyrða að þessi nýbreytni mæltist vel fyrir og að þúsundir stúlkna hafi notið
gestrisni atvinnulífsins þessa daga.
AUÐARverðlaunin voru veitt árlega þremur konum, sem skarað hafa fram úr í íslensku atvinnulífi.
Verðlaunin voru afhent á hinni árlegu AUÐAR-hátíð, þar sem öllum AUÐARkonum var boðið að taka
þátt, fagna, og njóta bæði fróðleiks og skemmtunar.
AUÐUR lítur stolt yfir farinn veg. Starf hennar og yfirbragð allt hefur einkennst af bjartsýni og vissu um að kraft kvenna eigi að virkja þjóðfélaginu öllu til hagsældar.