Hlutverk
Hlutverk Nýsköpunarnefndar er að styðja við félagskonur í nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi.
Helstu verkefni
Nefndin heldur árlega viðburði um málefni er varða nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Einnig kemur hún á tengslum við stuðningsumhverfið og leggur grunn að samskiptum milli félagskvenna um nýsköpun.
Dæmi um viðburði:
– Þarf ég einkaleyfi, hönnunarvernd eða vörumerkjavernd?
– Sölustarf erlendis – Hvernig hafa íslensk fyrirtæki náð tökum á því að selja vörur sínar á stórum markaði?
– Leyfðu þér að dreyma! Nýsköpun á nýjum áratug
– Get ég fjármagnað verkefnið mitt?
– Fræðsla um stuðningsumhverfið
– Hlutverk mentora í stuðningsumhverfinu