Tengslanet og samtal öllum til hagsbóta.

Ásta Dís Óladóttir og Bergþóra Þorkelsdóttir undirrituðu fyrsta starfsþjálfunarsamning í sögu Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í vikunni.

Ásta Dís er formaður grunnnámsnefndar í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Bergþóra Þorkelsdóttir er forstjóri Vegagerðarinnar, jafnframt eru þær FKA félagskonur sem gefandi er að fylgjast með.

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands er í miklum tengslum við atvinnulífið og er að nýta tengslin nemendum til hagsbóta. Samningurinn við Vegagerðina sem var undirritaður er sá fyrsti af mörgum.

Nánar HÉR.

Það er svo gaman að sjá hlutverk FKA framkallast og raungerast um allt samfélagið.

  • FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
  • FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins.
  • FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku.

Til hamingju!