Unnið er að umsókninni þinni (tekur 3-4 virka daga)
Á meðan getur þú kynnt þér hreyfiöflin okkar á Verkefni
Ef þú vilt stórefla tengslanetið þitt, styrkja sjálfa þig og hafa áhrif þá hvetjum við þig til að taka þátt í starfi FKA og sækja um aðild!
Ef þú vilt stórefla tengslanetið þitt, styrkja sjálfa þig og hafa áhrif til eflingar íslensks atvinnulífs þá hvetjum við þig til að taka þátt í starfi FKA og sækja um aðild!
FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rekur þitt fyrirtæki – þá áttu heima í FKA ef þú vilt efla þig, styrkja tengslanet og taka þátt í að stuðla að því að efla íslenskt atvinnulíf.
FKA heldur úti öflugu starfi á höfuðborgasvæðinu og á landsbyggðinni. Í dag eru í félaginu 1200 konur sem koma úr öllum greinum atvinnulífsins.
Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í öflugu starfi og ert partur af hreyfiafli sem stuðlar að jafnvægi í íslensku atvinnulífi. FKA stendur fyrir hreyfiaflsverkefnum eins og efling kvenna í stjórnum, stjórnendastöðum og sýnileiki í fjölmiðlum.
Ef þú vilt taka þátt í FKA – þá fyllir þú út formið hér að neðan og við setjum okkur í samband við þig. Hvetjum þig til að taka þátt!
FKA heldur úti fjölbreyttu starfi sem eru allt frá föstum miðvikudagsmorgnum, fyrirtækjaheimsóknum, fræðslu og námsskeiðum og stór hluti þessa funda er frír fyrir félagskonur.