Í tilefni 20 ára afmæli FKA var haldin uppskeruhátíð í apríl 2019. Hátt í fjögur hundruð konur mættu til að fagna í Silfurbergi, bæði nýjar félagskonur og aðrar sem hafa verið í félaginu frá upphafi.
Félagið var stofnað 9. apríl árið 1999 og var Jónínu Bjartmarz fyrsti formaður félagsins og sagði á uppskeruhátíðinni að félagið gangi „út á það að tengja konurnar innbyrðis og að lyfti hvor annarri upp.“
Þakklæti er ofarlega í huga þegar hugsað er til félagskvenna sem hafa lagt félaginu lið og skilað okkur betra þjóðfélagi. Þær eru steypustyrktarjárn samfélagsins.