Viðurkenningarhátíð FKA

Árleg Viðurkenningarhátíð FKA

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Konur sem hafa verið heiðraðar í gegnum árin hafa fundið á eigin skinni hvernig Viðurkenning FKA er mikið hreyfiafl. Félagið óskaði eftir tilnefningum af landinu öllu þar sem mikilvægt er að fá fjölbreyttan hóp kvenna á blað. Að vanda voru veittar viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

FKA kallaði eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu, af landinu öllu, sjö manna dómnefnd valdi úr hópi rúmlega 150 tilnefningar – þrjár konur sem hljóta:

FKA Hvatningarviðurkenninguna 2022

FKA Viðurkenninguna 2022

FKA Þakkarviðurkenninguna 2022

FKA Viðurkenningarhátíð // Viðurkenningarhafar ársins 2022

Hafrún Friðriksdóttir framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Teva hlaut FKA viðurkenninguna 2022.

Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna árið 2022.

Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hagvangs hlaut FKA þakkarviðurkenning 2022.

„Ein var í Bandríkjunum, önnur í einangrun og þriðja í myndver bara svona eins og lífið er í dag,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

„Það var skipuð sjö manna dómnefnd sem ég átti sæti í og fórum við yfir rúmlega hundrað og fimmtíu tilnefningar og það átti að kynna úrslit á Grand Hótel Reykjavík en brugðið var á það ráð að segja frá FKA viðurkenningarhöfum 2022 á Hringbraut vegna sóttvarnarreglna,“ segir Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður Skeljungi, varaformaður FKA og fulltrúi stjórnar FKA vegna viðurkenningarhátíðarinnar 2022.

Viðurkenningarhafar 2022 (í stafrófsröð)

Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix

FKA hvatningarviðurkenning 2022

KRÍTERÍA – Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar.

„Edda Sif er vísindakona á heimsmælikvarða. Hún hefur unnið að rannsóknum sem tengjast orkumálum í á annan áratug. Edda er sannur leiðtogi, sem sést meðal annars á því hversu vel henni  efur gengið að fá fólk um allan heim til liðs við sig, til að vinna að hennar hjartans máli, sem er Carbfix aðferðin.”

Hafrún Friðriksdóttir framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Teva

FKA viðurkenning 2022

KRÍTERÍA – Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd.

„Hafrún Friðriksdóttir hefur náð gríðarlega langt innan alþjóðlegs stórfyrirtækis í lyfjageiranum. Hún situr í framkvæmdastjórn Teva, sem keypti upp samheitalyfjasvið Actavis árið 2017. Hún hefur vakið athygli hvar sem hún hefur komið, bæði vegna faglegrar færni og ekki síður fyrir að þora að skera sig úr, bæði í skoðunum og með litríkum persónuleika.”

Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hagvangs

FKA þakkarviðurkenning 2022

KRÍTERÍA – Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf  sem stjórnanda í atvinnulífinu.

„Katrín er flestum kunn sem hafa þurft að leita sér að stjórnendastarfi eða ráða stjórnendur íslensku atvinnulífi. Katrín er fyrrum formaður FKA, er framkvæmdastjóri og ein af eigendum Hagvangs og hefur komið að ráðningum æðstu stjórnenda á Íslandi.

Upptaka frá FKA Viðurkenningarhátíð 2022

Þátturinn HÉR

Fréttablaðið og FKA gefur út stórglæsilegt sérblaðið daginn sem Viðurkenningahátíð FKA er haldin árlega.

Lesa blaðið í mf. hlekk HÉR.

Edda, Hafrún og Katrín.

Formaður dómnefndar 2022: Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands og fyrrverandi formaður FKA.
Í dómnefnd með Huldu Ragnheiði eru þau, í stafrófsröð:
Gunnlaugur Bragi Björnsson, samskiptastjóri Viðskiptaráðs.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi SVP & Global CTO.
Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech.
Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður Skeljungi, varaformaður FKA og fulltrúi stjórnar FKA vegna Viðurkenningarhátíðarinnar 2022.
Veiga Grétarsdóttir, kayakræðir, fyrirlesari, leiðsögukona og umhverfissinni.

Myndasyrpa // Ljósmyndir 2022: Silla Páls

FKA Viðurkenningarhátíð // Viðurkenningarhafar ársins 2021

María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu hlaut FKA viðurkenninguna 2021.

Fida Abu Libdeh hjá GeoSilica hlaut hvatningarviðurkenninguna árið 2020.

Bryndís Brynjólfsdóttir eigandi tískuvöruverslunarinnar Lindarinnar Selfossi hlaut FKA þakkarviðurkenning 2020.

Upptaka frá FKA Viðurkenningarhátíð 2022

Þátturinn HÉR

Bryndís, María Fjóla og Fida.
FKA, félag kvenna í atvinnurekstri, viðurkenningarþáttur á Hringbraut, viðurkenningarhafar ásamst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra,

Myndasyrpa // Ljósmyndir 2021: Torg

Formaður dómnefndar 2021: Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona FKA, lögmaður og eigandi LOCAL lögmenn.

Í dómnefnd með Áslaugu, í stafrófsröð:

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjórinn á Akureyri.

Hilmar Garðar Hjaltason, Vinn-vinn / ráðgjöf, ráðning stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR og situr í stjórn Orku náttúrunnar.

Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka.

Nökkvi Fjalar Orrason, stofnandi og eigandi SWIPE og podify.

Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.

FKA Viðurkenningarhátíð // Viðurkenningarhafar ársins 2020

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir forstjóri Marel á Íslandi hlaut FKA viðurkenninguna 2020.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir frumkvöðull, stjórnandi og framkvæmdastjóri í nýsköpunarfyrirtækinu Kara FKA hvatningarviðurkenninguna árið 2020.

Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hlaut FKA þakkarviðurkenning 2020.

Myndasyrpa // Ljósmyndir 2020: Haraldur Guðjónsson Thors

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flutti erindi og fjölbreyttur hópur fólks úr íslensku atvinnulífi var saman komið til að heiðra og fagna með þessum miklu fyrirmyndum.