Jafnvægisvogin

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, RÚV og Pipar\TBWA.

Tilgangur verkefnisins

 • Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi
 • Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir
 • Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar
 • Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis
 • Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðu

Smelltu hér ef þinn vinnustaður vill vera með í Jafnvægisvog FKA.

Eftirfarandi fyrirtæki og opinberu aðilar eru þátttakendur í Jafnvægisvog FKA:

 • 1912 ehf.
 • Advania Ísland
 • Afrozone ehf.
 • AGR Dynamics
 • Akureyrarbær
 • Akraneskaupstaður
 • Alcoa Fjarðaál
 • Arion banki
 • Arkís arkitektar ehf.
 • Atmonia
 • AwareGO
 • Bakkinn
 • Birtingahúsið
 • Bílaleiga Flugleiða Hertz
 • BL ehf.
 • Blönduósbær
 • Borgarleikhúsið
 • Borgun
 • Bónus
 • BYKO
 • CenterHotels
 • Coca-Cola European Partners á Íslandi
 • Concept Events ehf.
 • Controlant
 • Creditinfo
 • Dagar
 • Deloitte ehf.
 • Distica hf.
 • Dómsmálaráðuneytið
 • EFLA
 • Elko
 • Eimskip Ísland ehf.
 • Eldey TLH hf.
 • Expectus ehf.
 • EY – Ernst&Young ehf.
 • Fagráðgjöf
 • Fangelsismálastofnun
 • Festi hf.
 • Five Degrees
 • Fly Play
 • Félagsbústaðir
 • Félags- og jafnréttismálaráðherra
 • Fjarðabyggð
 • Fjársýsla ríkisins
 • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
 • Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki
 • Fljótsdalshérað
 • Framkvæmdasýsla ríkisins
 • Forsætisráðuneytið
 • Geko
 • GG Verk
 • Godo
 • Guðmundur Arason ehf.
 • Hafnarfjarðarbær
 • Hagkaup
 • Hagstofa Íslands
 • Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
 • Háskóli Íslands
 • Heilbrigðisstofnun Austurlands
 • Heilbrigðisstofnun Suðurlands
 • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
 • Heimavellir hf.
 • Hugsmiðjan
 • Hvíta húsið
 • Icelandair
 • Iclean ehf.
 • Inkasso ehf.
 • Intellecta ehf.
 • Inter
 • Isavia
 • Ísafjarðarbær
 • Íslandsbanki
 • Íslandshótel
 • Íslandspóstur ohf.
 • Íslandsstofa
 • Íslenska gámafélagið ehf.
 • Ístak hf.
 • Jóns
 • Krónan
 • KPMG ehf.
 • Landgræðslan
 • Landhelgisgæsla Íslands
 • Landsvirkjun
 • Lingua ehf.
 • Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
 • Lota ehf.
 • Lyf og heilsa
 • Lyfja hf.
 • Lyfjastofnun
 • Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
 • Mosfellsbær
 • Múlaþing
 • N1
 • Nasdaq Iceland
 • Norðurál Grundartanga
 • NOVA
 • Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins
 • Núna ehf.
 • Olíuverzlun Íslands
 • Origo
 • Orka náttúrunnar
 • Orkuveita Reykjavíkur
 • Orkusalan
 • Pipar\TBWA
 • PKdM arkitektar ehf.
 • ProCoaching
 • ProEvents
 • Rangárþing eystra
 • Rangárþing ytra
 • Reiknistofa bankanna hf.
 • Reykjanesbær
 • Reykjavíkurborg
 • Ríkisskattstjóri
 • Ríkisútvarpið ohf.
 • Rio Tinto á Íslandi hf.
 • S4S ehf.
 • Sagafilm ehf.
 • SAHARA
 • Samkaup hf.
 • Samtök atvinnulífsins
 • SÁÁ
 • Seðlabanki Íslands
 • Seltjarnarnesbær
 • Sjóvá
 • Skeljungur
 • Skógræktarfélag Reykjavíkur
 • Skrifstofa Alþingis
 • Snæland Grímsson
 • Sólar ehf.
 • Steypustöðin ehf.
 • Stjórnvísi
 • Strætó
 • Sveitarfélagið Skagaströnd
 • Sveitarfélagið Ölfus
 • Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
 • Te & Kaffi hf.
 • Terra umhverfisþjónusta
 • TextArt
 • Tix miðasala
 • Tollstjóri
 • Torg ehf
 • Tryggja
 • UENO
 • Útlendingastofnun
 • Valitor
 • Vátryggingarfélag Íslands
 • Velferðarráðuneytið
 • Veritas Capital ehf.
 • Verkís hf.
 • Verkmenntaskólinn á Akureyri
 • Versa vottun ehf.
 • Vesturbyggð
 • Vélsmiðja Suðurlands
 • VIG ehf.
 • Vinnueftirlit ríkisins
 • Vinnupallar ehf.
 • Virk
 • VORAR auglýsingastofa
 • Wise lausnir ehf.
 • Vörður tryggingar
 • Þjóðskrá Íslands

Mýtan um skort á konum
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára og lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja  með 50 starfsmenn eða fleiri hafa almennt ekki leitt til jafnari kynjahlutfalla í framkvæmdastjórnum.  Fáir eru á móti jafnri kynjaskiptingu en mýtan er sú að það séu ekki nægilega margar konur sem geta, vilja eða uppfylla rétt skilyrði. Að það vanti hreinlega konur með menntun, reynslu og vilja.

Mælaborð
Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar var að taka saman og búa til mælikvarða fyrir málaflokkinn sem hefur verið nefndur Mælaborðið

Jafnvægisvogarmerkið
Árlega velur Jafnvægisvogarráð fyrirtæki sem hljóta Jafnvægisvogarmerkið. Það er veitt þeim fyrirtækjum sem hafa á framúrskarandi hátt unnið að markmiðum Jafnvægisvogarinnar. 

Lögin hafa ekki veitt konum aukin völd
Margir spyrja sig af hverju verið er að fara í þetta átak núna? Því er til að svara að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, virðast ekki hafa veitt konum á Íslandi aukin völd innan stjórna fyrirtækjanna. 

Langt í land
Þrátt fyrir lög um jafnan rétt karla og kvenna og lög um kynjakvóta í stjórnum, hefur staða kvenna lítið breyst. Samkvæmt mælaborði Jafnvægisvogar FKA er hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi 26,5% og hlutfall kvenkyns forstjóra/framkvæmdastjóra 23,4%. Þess má geta að hlutfall kvenna í stjórnum hefur hækkað um 2% á síðustu 10 árum og á jafn mörgum árum hefur hlutfall forstjóra/framkvæmdastjóra hækkað um 3%.

Ójafnt hjá fjármálafyrirtækjum
Það er ljóst að karlar halda þéttingsfast um veskið í íslensku efnahagslífi og þar með um völdin sem því fylgja. Af 96 æðstu stjórnendum fjármálafyrirtækja eru 83 karlar og 13 konur. Af stjórnendum banka og stórra útlánastofnana þá eru 2 konur og 3 karlar. Þá stýrir engin kona verðbréfafyrirtæki og sjóðum.

Ísland best í heimi? 
Þrátt fyrir þetta þá er Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram kom í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það er vitni um þann árangur sem náðst hefur hér á landi undanfarna áratugi og ætti að virka hvetjandi á stjórnvöld að vinna áfram í málaflokknum. Jafnrétti hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. Það er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Hlutverk Jafnvægisvogarinnar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. 

Myndir frá ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar sem fór fram 14. október 2021