Viðurkenningarhátíðin 2020

Árlega heiðrar FKA þrjár konur í atvinnulífinu og veitir þeim viðurkenningar til að vekja athygli á eftirtektarverðum konum í atvinnulífinu. Viðurkenningarhátíðin eini viðburður FKA sem opin er fyrir einstaklinga af öllum kynjum utan FKA.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hlaut FKA viðurkenningu 2020 fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.
Anna Stefánsdóttir hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf stjórnanda í atvinnulífinu.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flutti erindi og fjölbreyttur hópur fólks úr íslensku atvinnulífi var saman komið til að heiðra og fagna með þessum miklu fyrirmyndum.