Back

Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

Staðsetning Í takt við Covid-spá. Fyrirkomulag verður kynnt sérstaklega þegar nær dregur.
Dagur og tími 19. maí 2021 17:00
Verð Frítt

Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

Categories: ,

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu FKA verður haldinn miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 17.00.
HVAÐ: Aðalfundur FKA árið 2021
HVAR: Miðvikudaginn 19. maí 2021
HVENÆR: kl. 17.00

Í takt við Covid-spá. Fyrirkomulag verður kynnt sérstaklega þegar nær dregur.

Fundafyrirkomulagið
Samkvæmt lögum FKA á að boða til aðalfundar fyrir lok júní. Nú eru sérstakir tímar og því er ekki orðið ljóst með hvaða hætti fundurinn verður en það verður auglýst í takt við COVID-spá og reglur um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir.
Það er einlægur vilji stjórnar að þetta verði góður og gæfuríkur fundur.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir (7.gr. laga félagsins)
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár kynntur og borinn upp til samþykktar.
4. Skýrslur starfsnefnda.
5. Lagabreytingar ef einhverjar.
6. Kosning stjórnar.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara.
8. Kosning í starfsnefndir á vegum félagsins.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Önnur mál.
Formannskjör hjá FKA á næsta aðalfundi.
Ert þú næsti formaður FKA? Viltu gefa kost á þér í stjórn, leggja félaginu lið og hafa áhrif á starfið?
Formannskjör fer fram á næsta aðalfundi FKA sem haldinn verður 19. maí 2021. Félagskonur sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til formanns eru hvattar til þess að máta sig við hlutverkið, gildi FKA, markmið félagsins og rýna í hvað vel er gert og hvað nýr formaður gæti komið með að borðinu í takt við nýja tíma og gert framtíðina litríka og bjartari fyrir okkur öll.
Formaður FKA og stjórnarkonur FKA eru boðnar og búnar til að deila reynslu með áhugasömum félagskonum og öllum velkomið að hafa samband til að máta sig við hlutverk formanns sem er bæði gefandi og mjög annasamt og krefjandi á köflum.
Hvað hefur þú fram að færa? Hefur þú leitt hugann að því? Viltu gefa kost á þér, leggja félaginu lið og hafa áhrif á starfið? Hvaða konu ætlar þú að hvetja til að bjóða sig fram?
Kær kveðja frá stjórn FKA!

Formaður FKA: Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Varaformaður: Ragnheiður Aradóttir, stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching.

Ritari: Áslaug Gunnlaugsdóttir, lögmaður og eigandi hjá LOCAL lögmönnum.

Gjaldkeri: Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður þjónustu hjá Skeljungi.

Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst / stofnandi og eigandi Mundo.

Rakel Lind Hauksdóttir, fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS barnaþorpin.

Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands og stjórnarformaður Hannesarholts.

Varastjórnarkona FKA 2020-2021: Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri og frumkvöðull Tré lífsins.