Back

Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

Staðsetning Rafrænn aðalfundur FKA árið 2020 á Zoom.
Dagur og tími 10. júní 2020 17:00
Verð Frítt

Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu verður haldinn rafrænn á fjarfundarkerfinu Zoom miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 17.00.
HVAÐ: Rafrænn aðalfundur FKA árið 2020 á Zoom
HVAR: Miðvikudaginn 10. júní 2020
HVENÆR: kl. 17.00
SKRÁNING: Félagskonur þurfa að skrá sig á fundinn og verður hlekkur sendur félagskonum í kjölfar skráningar. Fyrirkomulag skráningar verður kynnt sérstaklega á næstu dögum. 
KOSNING: Rafræn kosning verður á aðalfundi FKA þar sem notast verður við rafrænt kosningakerfi sem heitir ElectionBuddy.
Fundafyrirkomulagið
Samkvæmt lögum FKA á að boða til aðalfundar fyrir lok júní. Nú eru sérstakir tímar og því þurfum við að finna lausnir á ýmsum málum. Það er einlægur vilji stjórnar að þetta verði góður og gæfuríkur fundur. Við höfum lagt í talsverða vinnu við að skoða lausnir og finna leiðir til að sinna skyldum okkar og þjónusta félagskonur sem allra best. Við vonumst til að heyra í félagskonum sem eru með athugasemdir og/eða vinsamlegar ábendingar. Það er einlægur vilji stjórnar að eiga samtal og biðjum félagskonur að sýna skilning og veita verkefninu stuðning og vængi. Þannig stöndum við saman á krefjandi tímum sem eiga sér ekki hliðstæðu. Endilega rýnum til gagns og hjálpið okkur að gera þetta að farsælum aðalfundi.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir (7.gr. laga félagsins)
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár kynntur og borinn upp til samþykktar.
4. Skýrslur starfsnefnda.
5. Lagabreytingar ef einhverjar.
6. Kosning stjórnar.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara.
8. Kosning í starfsnefndir á vegum félagsins.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Önnur mál.
Boðið verður uppá undirbúningsfund til að prófa tæknina og læra grunnatriðin fyrir aðalfundinn.
Frekari upplýsingar munu berast félagskonum þegar nær dregur.
Vakin er athygli á því að það verður kosið um þrjú stjórnarsæti þar sem Hulda Bjarnadóttir sagði sig frá stjórnarstörfum strax að loknum aðalfundi sl. vor og Lilja Bjarnadóttir gjaldkeri FKA og Margrét Jónsdóttir Njarðvík hafa lokið kjörtíma sínum í stjórninni.
Áhugasamar félagskonur um framboð til stjórnar eru hvattar til að skoða málið, kynna sér hlutverk og störf stjórnar FKA. Hvað hefur þú fram að færa í stjórn FKA? Hefur þú leitt hugann að því? Viltu gefa kost á þér í stjórn, leggja félaginu lið og hafa áhrif á starfið?
Stjórnarkonur FKA eru boðnar og búnar til að deila reynslu með áhugasömum félagskonum og þeim velkomið að hafa samband til að máta sig við hlutverkið og starf stjórnarkvenna sem er bæði gefandi og krefjandi á köflum.
Kær kveðja frá stjórn FKA!