Back

Aðalfundur LeiðtogaAuðar 31. maí 2023 kl. 16.30.

Staðsetning Landsnet
Dagur og tími 31. maí 2023 16:30
Verð Frítt

Aðalfundur LeiðtogaAuðar 31. maí 2023 kl. 16.30.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Kæru konur!

Aðalfundur LeiðtogaAuðar verður 31. maí kl. 16.30. Fundurinn verður haldinn hjá Landsneti, Gylfaflöt 9, eftir fundinn verður kynning á starfsemi Landsnets og léttar veitingar.

,,Landsnet býður okkur velkomnar í rafræna framtíð. Í boði er heimsókn í stjórnstöðina sem er einstakt tækifæri til að upplifa með eigin augum hvernig við höldum ljósunum í landinu logandi.”

Hlökkum til að sjá ykkur!  

//

LeiðtogaAuður er deild innan FKA fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageira og hinum opinbera. Félagskonur eru hluti af forystusveit íslensks viðskiptalífs sem gegna eða hafa gegnt ábyrgðarstöðu í atvinnulífinu, konur sem vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs og vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur.

Tilgangur LeiðtogaAuðar er að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í atvinnulífinu og að auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu. Markmið félagsins er að konur í forystusveit íslensks viðskiptalífs kynnist hver annarri og geti nýtt sér tengsl, stuðning, aðstoð og önnur tækifæri sem félagsskapurinn býður upp á.

 

Ljósmynd: Dfs.is/HGL

 

 

 

//

Stjórn LeiðtogaAuðar 2022-2023

Stjórn LeiðtogaAuðar

Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar IS

Elfa Björg Aradóttir fjármálastjóri hjá Ístak

Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti

Hildur Árnadóttir / fomaður / ráðgjafi og stjórnarkona

Ragnheiður Aradóttir eigandi og framkvæmdastjóri PROevents og PROcoaching

Svanhildur Jónsdóttir deildarstjóri velferðartæknismiðju hjá Reykjavíkurborg

 

 

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #LeiðtogaAuður #LeiðtogaAuðurFKA