Back

Árlegt Jólarölt FKA 2. desember 2021

Staðsetning Í jólabænum Hafnarfirði.
Dagur og tími 02. desember 2021 16:30
Verð Frítt

Árlegt Jólarölt FKA 2. desember 2021

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Kæra félagskona!
Hið árlega jólarölt FKA 2021 verður í jólabænum Hafnarfirði fimmtudaginn 2. desember nk.
Jólaröltið hefst á Norðurbakka bókakaffihúsi kl. 16.30 og við tekur röltið um miðbæ Hafnarfjarðar og upplifa nærandi jólagleði í anda FKA.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að sníða skipulagið miðað við aðstæður og því mun atburðurinn vera með breyttu sniði að þessu sinni.
Því verður hópnum skipt upp í hópa og munu hóparnir rölta saman á milli tíu fyrirtækja í eigu FKA kvenna, þar sem vel verður tekið á móti okkur með léttum veitingum, jólatilboðum og afsláttum. Viðburðurinn er hugsaður sem tengslamyndun og halda konur hópurinn og fara saman milli staða.
HVAÐ: Hið árlega jólarölt FKA 2021.
HVENÆR: Fimmtudaginn 2. desember nk.
KLUKKAN: 16.30-20.00 u.þ.b.
HVAR: Jólaröltið hefst á Norðurbakka bókakaffihúsi HÉR
> > Hámarksfjöldi eru 50 konur og því hvetjum við ykkur til að skrá ykkur sem fyrst til að tryggja ykkur pláss. Skráning hér á viðburði.
Allar nánari upplýsingar verða sendar á skráðar konur fyrir viðburðinn.
Fyrirtækin sem taka á móti okkur eru:
 • Andrea
 • Álfagull
 • Bæjarbúð
 • Dalakofinn
 • Daria
 • ELEVEN RVK
 • Lilja Boutique
 • Litla Hönnunarbúðin
 • Fataverslunin Kaki
 • Matarbúðin Nándin
 • Norðurbakki kaffihús
Skipulögð dagskrá er frá klukkan 17 til klukkan 19.30 og við hvetjum konur til að njóta lengur eftir því hvað hentar.
Fyrirkomulag í starfinu er mótað í takt við ferskar og brakandi sóttvarnarreglur hverju sinni, konur eru á eigin ábyrgð og mæta klæddar eftir veðri. Minnum við á persónulegar sóttvarnir og sóttvarnarreglur. Ef flensueinkenni gera vart við sig biðjum ykkur að vera heima og mæta ferskar síðar.
Hlökkum til að sjá þig!

Kær kveðja!

Viðskiptanefnd FKA

Viðskiptanefnd 2021-22

Formaður: Helga R. Eyjólfsdóttir

Ritari: Helga Reynisdóttir

Samskiptatengill nefndar: Erla Símonardóttir

Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir

Stefanía G. Kristinsdóttir

Sigrún Jenný Barðadóttir