Back

Árlegt Jólarölt FKA í Garðabæ 30. nóvember 2022.

Staðsetning Garðabæ
Dagur og tími 30. nóvember 2022 17:00
Verð Frítt

Árlegt Jólarölt FKA í Garðabæ 30. nóvember 2022.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Kæra félagskona!

Jólaröltið er fyrir félagskonur FKA og þið sem eigið eftir að skrá ykkur beðnar um að skrá ykkur en nánari upplýsingar fást hjá Viðskiptanefnd og á lokaðri síðu félagskvenna FKA sem hafa einnig borist í markpósti.

HVENÆR : 30. nóvember 2022

KLUKKAN:  Dagskrá hefst stundvíslega 17.00.

HVAR : Garðabær.

 

Stórglæsileg dagskrá árlegs jólarölts Viðskiptanefndar.

Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar tekur á móti okkur, við röltum um og þræðum allar glæsilegu verslanir og fyrirtæki sem eru í eigu FKA kvenna. Eftir röltið mun kvöldið enda á glæsilegri skemmtun þar sem frekari tími gefst fyrir tengslamyndun.

Fyrir dagskrárlok verðum við meðal annars búnar að taka á móti leynigesti, njóta stundarinnar saman, njóta veitinga í föstu og fljótandi formi sem og fræðast, fá tilboð og smakk – síðast en ekki síst að lengja lífið með að hlæja saman með skemmtikrafti sem mætir á svæðið.

Sagan segir að Happadrættið nái nýjum hæðum með svaðalegum vinningum en sjón er sögu ríkari.

Félagskonur sem vilja halda áfram þegar formlegri dagskrá lýkur um kl. 22 eru hvattar til að sameinast í bíla, strætó eða rölta á stað þar sem hægt er að tjútta jólin enn frekar inn.

Allt hefur þetta verið kynnt í markpósti og á lokaðri síðu félagskvenna á Facebook.

 

*ATH! Það kostar á Jólaröltið en hér að ofan stendur því „frítt“. Nánari upplýsingar um dagskrá og staðfestingargjald hafa verið sendar í markpósti en þær má einnig nálgast á lokaðri síðu félagskvenna FKA hjá Viðskiptanefnd.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og hlökkum til verja kvöldinu í dásamlegum félagsskap FKA kvenna.

 

Umfjöllun: ,,Kon­ur í at­vinn­u­líf­in­u nutu jól­a­and­ans í Hafn­ar­firð­i” Jólarölt 2021 t.d. HÉR.

 

Kærleiks og jólakveðjur,

Hlökkum til að sjá þig!

 

Viðskiptanefnd FKA