Back

Er þetta sumarið sem þú byrjar í golfi? Golfnámskeið fyrir félagskonur FKA.

Staðsetning Fjögur skipti og kennt í Básum golfæfingasvæði.
Dagur og tími 27. apríl 2021 17:00
Verð Frítt

Er þetta sumarið sem þú byrjar í golfi? Golfnámskeið fyrir félagskonur FKA.

kr.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Við hefjum golfsumar FKA með golfnámskeiði.
Er þetta sumarið sem þú byrjar í golfi? Vantar þig golf vinkonu?
Golfnefnd FKA stendur fyrir golfmóti fyrir félagskonur sem vilja kynna sér sportið og lífstílinn sem fylgir golfinu.
Golfnefnd FKA HÉR.
Tengslamyndun í Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA fer fram á margvíslegan hátt og fjölmörg vináttu- og viðskiptasambönd hafa myndast í golfi og árlegu golfmóti félagsins.
Þinn tími er kominn og það er ekki eftir neinu að bíða en að skella sér af stað og skrá sig á golfnámskeiðið.
Fjölmargar FKA-konur eru í golfi og enn fleiri eru alltaf á leiðinni að byrja og hér er einstakt tækifæri til að efla tengslin og kynnast konu á námskeiðinu og þið í framhaldinu hvatt hvora aðra áfram og æft ykkur saman og stutt hvora aðra með hækkandi sól.
HVAÐ: Golfnámskeið // fjögur skipti // einu sinni í viku // fjórar konur saman í einu.
HVAR: Kennt í Básum golfæfingasvæði á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17 – 18.
HVENÆR:  (v/Covid-spá).  Tímarnir hefjast þegar aðstæður leyfa, sem allra fyrst.
VERÐ: Verðið er 20.000 kr. pr. konu, boltar innifaldir. Greitt hjá kennara á staðnum.

ANNAR BÚNAÐUR: Við þurfum að vera klæddar eftir veðri. Helst að koma með golfkylfur með sér en það er hægt að ræða við kennara ef einhver getur ómögulega reddað kylfu.

Golfnefnd FKA vinnur þetta í samstarfi við Golfthjalfun.is HÉR.
Nánar um Bása golfæfingasvæði HÉR.
Kær kveðja Golfnefnd FKA 2020-2021