Back

Ferð FKA Fjalladrottninga í dag!

Staðsetning Nánar auglýst!
Dagur og tími 06. mars 2022 10:00
Verð Frítt

Ferð FKA Fjalladrottninga í dag!

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

FKA Fjalladrottningar reima á sig gönguskóna fyrsta sunnudag í mánuði.

Líkt og í fyrra verður það Edda Rún Ragnarsdóttir sem leiðir hópinn með Maríönnu Magnúsdóttur og þeim til halds og trausts er Elísabet Tanía Smáradóttir.

 

Takið dagana frá á nýju ári – forgangsröðum okkur!

Fyrsta gangan 5. september 2021 – Hveragerði.

3. október 2021 – Nánar auglýst // Fylgist með!
7. nóvember 2021- Nánar auglýst // Fylgist með!
5. desember 2021 – Nánar auglýst // Fylgist með!
2. janúar 2022 – Nánar auglýst // Fylgist með!
6. febrúar 2022 – Nánar auglýst // Fylgist með!
6. mars 2022 – Nánar auglýst // Fylgist með!
3. apríl 2022 – Nánar auglýst // Fylgist með!
1. maí 2022 – Nánar auglýst // Fylgist með!

 

FKA Fjalladrottningar.

FKA-Fjalladrottningar er hópur fyrir reyndar göngukonur, minna reyndar og óreyndar fjalladrottningar í FKA. Þetta er liður í því að eiga samtal, hittast, næra andann og kroppinn. Mætum allar á eigin ábyrgð og gefum engan afslátt af sóttvörnum. 

Skráning í göngur FKA Fjalladrottninga er á lokaðri síðu FKA Fjalladrottninga HÉR.

Bjóðum vinkonu með!

 

Konur eru á eigin ábyrgð, koma sér sjálfar á staðinn, mæta með búnað og í skóm við hæfi. Konur eru beðnar um að klæða sig eftir veðri, huga að persónulegum sóttvörnum og sóttvarnarreglum og gott er að kippa með vatnsbrúsa og orkustykki, léttum bita eftir þörfum.

 

Ef flensueinkenni gera vart við sig biðjum ykkur að vera heima og mæta ferskar síðar.

  

Framboðið er mikið í FKA þar sem ólíkar konur um landið allt finna eitthvað við hæfi. Það eina sem við verðum að vara konur við er að þær geta aldrei tekið þátt í öllu.

 

Gangi ykkur öllum vel!

Nánari upplýsingar veitir Edda Rún Ragnarsdóttir / edda@err.is

 

Bestu kveðjur!

Edda Rún, Maríanna og Elísabet Tanía.

 

hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAFjalladrottningar #FKAkonur @Edda Rún Ragnarsdóttir @Maríanna Magnúsdóttir @Elísabet Tanía Smáradóttir