Back

FKA Golfmót 2021 á Hótel Hamri 3. – 5. júni 2021 // Takið daginn frá!

Staðsetning Icelandair Hótel Hamar // Hamri, 310 Borgarnesi.
Dagur og tími 03. júní 2021
Verð Frítt

FKA Golfmót 2021 á Hótel Hamri 3. – 5. júni 2021 // Takið daginn frá!

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

FKA Golfmót 2021 á Hótel Hamri 3. – 5. júni 2021 // Takið daginn frá!

 

FKA-konur gera sér glaðan dag á glæsilegu golfmóti Golfnefndar FKA sem fer fram á Hótel Hamri dagana 3. – 5. júni 2021. Það er fljótt að fyllast á mótin enda eru Golfnefndir FKA þekktar fyrir að toppa sig ár hvert.

 

Nánari upplýsingar um mótið og skráningu munu berast fljótlega kæru félagskonur. Verðið verður einnig sett inn þegar nær dregur.

 

Tengslamyndun í Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA fer fram á margvíslegan hátt og árlega golfferðin er mjög góð leið til að efla tengslanetið enda hefur það sýnt sig að fjölmörg vináttu- og viðskiptasambönd hafa myndast í ferðum FKA.

 

Viltu kynna fyrirtæki þitt og/eða þjónustu?  Vinninga og glaðninga í golfmótið frá öflugum félagskonum FKA.

 

Það er skemmtilegt verkefni að skipuleggja hið árlega mót og virkja FKA konur til að taka þátt í því til dæmis með fyrirtækjakynningum. Fjölmargar FKA konur hafa stutt við bakið á golfnefnd með glæsilegum vinningum og teiggjöfum.

 

Þetta er kjörið tækifæri til að styrkja félagsskapinn og koma fyrirtæki sínu á framfæri í leiðinni enda FKA konur einstaklega jákvæðar þegar kemur að því að safna saman vinningum fyrir golfmótið. Allar félagskonur geta komið með vinninga á glæsilegt hlaðborð sem hefur verið af öllu tagi; gjafabréf, fatnaður, skart, prufur og gjafavörur af ýmsu tagi, snyrtivörur og margt fleira.

 

Þær sem hafa áhuga á að gefa vörur/vinninga í mótið, vinsamlegast sendið póst á framkvæmdastjóra FKA, Andreu Róbertsdóttur andrea@fka.is eða formann Golfnefndar FKA, Bryndisi Emilsdóttur merkt ,,Golfmót 2021 – vinningar”.

 

Nánari upplýsingar um mótið og skráningu munu berast fljótlega kæru félagskonur.

 

Með sólarkveðjum fh. Golfnefndar FKA

Bryndis Emilsdóttir formaður Golfnefndar

 

Golfnefnd 2020-2021

Bryndís Emilsdóttir formaður // Elfa Björk Björgvinsdóttir // Helga Björg Steinþórsdóttir // Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir // Ólöf Guðmundsdóttir // Ragnheiður Friðriksdóttir // Soffía Theodórsdóttir // Vigdís Segatta.