Golfmót FKA vorið 2023 – Mótið verður allt hið glæsilegasta að vanda og með góðgerðarívafi.
Golfmót FKA vorið 2023 – Mótið verður allt hið glæsilegasta að vanda og með góðgerðarívafi.
Deila
Skráning er á fullu á golfmóti FKA á Leirunni þann 26. maí nk.
Mótið verður allt hið glæsilegasta að vanda og með góðgerðarívafi.
Mótið er selt í einum pakka (ekki ,,frítt” eins og segir):
Tveggja manna herbergi verð per mann 37.500 kr.
Eins manns herbergi verð per mann 49.500 kr. (án gistingar 22.400 kr.)
Innifalið er mótsgjald, gisting, morgunmatur, 3 rétta kvöldverður, ferðir til og frá hóteli á golfvöllinn og skemmtun um kvöldið (drykkir eru sér).
Það er í boði að koma og vera caddy og eða taka þátt í kvöldverði (sama gjald mínus 5000 kr.)
Nauðsynlegt er að hafa skráða forgjöf til að geta tekið þátt (því miður náðum við ekki að hafa mót fyrir byrjendur samhliða í þetta sinn þar sem minni völlurinn er lokaður en það munu koma fleiri mót og golfnámskeið).
Skipt verður niður í 3 forgjafaflokka.
Allir þátttakendur þurfa að vera skráðar í félagið og hafa greitt félagsgjöld.
Vinsamlegast athugið að skráning er bindandi og lýkur á miðnætti 12. maí 2023 (eða fyrr ef það selst upp).
Kjörin leið til að kynna fyrirtæki þitt og/eða þjónustu!
Vinningar eru af öllu tagi; gjafabréf, fatnaður, skart, gjafavörur, snyrtivörur og margt fleira. Þetta er kjörið tækifæri til að styrkja félagsskapinn og koma fyrirtæki sínu, sérþekkingu á framfæri í leiðinni.
Þær sem hafa áhuga á að gefa vörur/vinninga í mótið, vinsamlegast sendið póst á Katrínu kg@a7.is
Stjórn golfnefndar 2022-2023
Formaður: Helga Björg Steinþórsdóttir