Back

FKA Hlaupadrottninga 2. nóvember 2021 kl. 18. Skráning á Facebook.

Staðsetning Náttúruparadís.
Dagur og tími 02. nóvember 2021 18:00
Verð Frítt

FKA Hlaupadrottninga 2. nóvember 2021 kl. 18. Skráning á Facebook.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

FKA Hlaupadrottningar hittast annan hver þriðjudag of hlaupa saman.

,,Ekki bara fyrir maraþon hlaupara eða 10 km hlaupara, þetta er fyrir allar sem langar aðeins að prufa að skokka og kynnast sportinu betur…”

 

„FKA Hlaupadrottningar er nýr hópur sem ætlar að hittast tvisvar í mánuði, reima á sig hlaupaskó og skokka í náttúrunni,“ segir Elísabet Tanía Smáradóttir stjórnarkona FKA og hlaupakona sem mun leiða FKA Hlaupadrottningar.

Skráning á viðburði á Facebook sem félagskonur finna á lokaðri síðu félagskvenna FKA á Facebook. Lokuð síða HÉR

 

HVAÐ: FKA Hlaupadrottningar.

HVENÆR: 2. nóvember 2021

HVAR: Náttúruparadísin Ísland.

SKRÁNING: Skráning á viðburði á Facebook.

BÚNAÐUR: Skór við hæfi, klæða sig eftir veðri, sóttvarnir, vatnsbrúsi og fulla vasa af góðu skapi.

 

Hlaupið í náttúrunni.

Það eru margar félagskonur sem eru þaulvanar hlaupum af öllum stærðum og gerðum en það er Elísabet Tanía sem hefur klárlega vinninginn í Stjórn FKA er kemur að hlaupum enda reyndur hlaupari sem mun leiða okkur áfram. „FKA Hlaupadrottningar er ekki bara fyrir maraþon hlaupara eða 10 km hlaupara, þetta er fyrir allar sem langar aðeins að prufa að skokka og kynnast sportinu betur,“ segir Elísabet Tanía sem hvetur félagskonur FKA til að mæta og taka vinkonu með. „Hlaupið verður sem allra mest í náttúrunni á góðum stígum og reynt að vera sem minnst á malbiki,“ bendir hún á og segir að hlaupin henti félagskonum vel sem vilja njóta náttúrunnar, spjalla og æfa lungum í leiðinni.

 

Viðburður kominn á Facebook FKA.

Nánari upplýsingar um FKA Hlaupadrottningar má finna á lokaðri síðu félagskvenna FKA á Facebook.

 

Mætum og þróum hlaupastílinn.

Félagskonur eru hvattar til að mæta og þróa sinn hlaupastíl og þær sem vilja mæta til að kíkja á stemninguna og hlusta, spjalla, fræðast án þess að hlaupa er velkomið að gera það. Samtal við reyndar hlaupakonur og góð ráð frá þeim til að gera betur, prófa eitthvað nýtt eða ná betri árangri með verkefnið er vel þeginn.

Konur eru á eigin ábyrgð, koma sér sjálfar á staðinn, mæta með búnað og í skóm við hæfi. Konur eru beðnar um að klæða sig eftir veðri, huga að persónulegum sóttvörnum og sóttvarnarreglum og gott er að kippa með vatnsbrúsa og orkustykki eftir þörfum.

Skráning á viðburði á Facebook sem félagskonur finna á lokaðri síðu félagskvenna FKA á Facebook. Lokaða síðan HÉR

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja fh. stjórnar FKA  – Elísabet Tanía

 

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAHlaupadrottningar #FKAkonur @Elísabet Tanía Smáradóttir

 

Mynd // Frá fyrsta hlaupi FKA Fjalladrottninga við Reynisvatn 2021.