Back

Stofnfundur Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum // Ný landsbyggðardeild FKA Suðurnes // Skráning og hraðpróf SKILYRÐI.

Staðsetning Í bíósal Duus húsa. Suðurnes.
Dagur og tími 26. nóvember 2021 19:00
Verð Frítt

Stofnfundur Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum // Ný landsbyggðardeild FKA Suðurnes // Skráning og hraðpróf SKILYRÐI.

kr.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Kæra félagskona!

FKA Suðurnes // ALLAR félagskonur af landinu öllu eru velkomnar raun eða raf á stofnfund nýrrar deildar 26. nóvember nk. Skráning og hraðpróf SKILYRÐI.

Stofnfundur FKA Suðurnes, Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum verður haldinn í bíósal Duus húsa og streymt á netinu, lokaðri síðu félagskvenna á Facebook, þann 26. nóvember næstkomandi klukkan 19.00.
Streymið HÉR.
Bóka í frítt hraðpróf til dæmis HÉR
Fyrirsvar með félagsdeildinni eru þær Guðný Birna Guðmundsdóttir & Fida Abu Libdeh og hér má sjá umfjöllun í aðdraganda:
Fida Abu Libdeh Markaðurinn HÉR
Víkurfréttir auglýsing FKA HÉR o.s.frv.
Fida Abu Libdeh í Morgunútvarpinu 25/11 2021 HÉR

Sama hvar við, félagskonur FKA erum á landinu þá eigum við erindi á stofnfundinn – komum saman og skrifum okkur inní söguna raf og raun á stofnfundi FKA Suðurnes, Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum 26. nóvember nk.

Stofnfundur FKA Suðurnes, Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum verður haldinn í bíósal Duus húsa þann 26. nóvember næstkomandi klukkan 19.00. Einnig verður hægt að mæta rafrænt á stofnfundinn þ.e. á netinu. Fyrirkomulag verður mótað í takt við ferskar og brakandi sóttvarnarreglur þann daginn og auglýst nánar.
Forsagan.
Skrifleg beiðni um stofnun félagsdeildarinnar barst skrifstofu FKA, var tekin fyrir á stjórnarfundi FKA og hefur beiðnin verið samþykkt.
– FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku.
– FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
– FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins.
Styrkleikar kvenna á Suðurnesjum og aukin samstaða.
Markmiðið með stofnun sérstakrar deildar á Suðurnesjum er að einblína sérstaklega á styrkleika kvenna á Suðurnesjum með aukinni samstöðu. Tilgangurinn er að hittast reglulega og halda fræðslukvöld í bland við skemmtikvöld þar sem eflt verður tengslanet kvenna ásamt því að fræðast um hin ýmsu rekstrar- uppbyggingar og nýsköpunarmál. Sérstök áhersla verður lögð á fjölbreytileika.
Samkvæmt erindi til stjórnar eru upplýsingarnar eftirfarandi:
Heiti félagsdeildar: FKA Suðurnes
Tilgangur félagsdeildar: „Tilgangur Landsbyggðardeildar Suðurnesja er að sameina konur á svæðinu, í því skyni að auka þátt kvenna í störfum og stjórnum auk þess að leggja áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra.“
Fyrirsvar með félagsdeild skal vera í höndum a.m.k. tveggja félagskvenna og þær eru Guðný Birna Guðmundsdóttir & Fida Abu Libdeh.
Komum saman raun og raf, fögnum og tökum þátt í að skrifa söguna!
Þegar lögin eru skoðuð sjáum við að við verðum að mæta til að massa málið til enda: „…til að stofna deild þarf fjöldi stofnfélaga að vera eigi færri en 25 konur eða miðast við 5% af heildarfjölda þeirra félagskvenna sem hafa greitt félagsgjöld.“ Lög FKA HÉR (sjá 11. gr. Félagsdeildir)
Stjórn FKA fagnar frumkvæðinu og við hlökkum til að heyra í og fylgjast með uppbyggingu á landsbyggðadeildinni FKA Suðurnes.
Stjórn hvetur félagkonur að mæta á stofnfundinn raun eða raf eftir því sem hentar og taka vinkonu með.
Léttar veitingar verða á staðnum – Hlökkum til að sjá ykkur!
HVAÐ: Stofnfundur FKA Suðurnes, Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum.
HVAR: Í bíósal Duus húsa & á netinu (nánar útskýrt).
HVENÆR: 26. nóvember 2021.
KLUKKAN: 19.00.

Fyrirkomulag í starfi FKA er mótað í takt við ferskar og brakandi sóttvarnarreglur hverju sinni, konur eru á eigin ábyrgð og við minnum á persónulegar sóttvarnir og sóttvarnarreglur. Ef flensueinkenni gera vart við sig biðjum ykkur að vera heima og mæta ferskar síðar.

Konur eru hvattar að fara í hraðpróf fyrir stofnfundinn. Hægt er að panta tíma hjá Öryggismiðstöðinni á Aðalgötu 60 á testcovid.is

Tímabókanir allan daginn en panta fyrr en síðar. Prófið er ókeypis og niðurstöður liggja fljótt fyrir. Einnig er hægt að panta hraðpróf hjá HSS.

 

Mætum raun eða raf og skrifum okkur inní söguna!
Kær kveðja Stjórn FKA og Guðný Birna Guðmundsdóttir & Fida Abu Libdeh (á mynd)