Back

FKA Vesturland býður upp á skemmtilega ferð í Grundarfjörð – VIÐBURÐI FRESTAÐ!

Staðsetning Grundarfjörður
Dagur og tími 18. apríl 2020 11:00
Verð Frítt

FKA Vesturland býður upp á skemmtilega ferð í Grundarfjörð – VIÐBURÐI FRESTAÐ!

kr.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

FKA – Vesturland býður uppá skemmtilega ferð í Grundarfjörð þar sem heimamenn ætla að kynna sig, bjóða okkur velkomnar og hrista saman hópinn.

Dagskrá:

Við byrjum á að heimsækja Ráðhús Grundarfjarðarbæjar kl. 11:00 þar sem FKA-stjórnarkonan Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri og stjórnarmeðlimur FKA-Vesturland mun taka á móti okkur og segja frá starfsemi bæjarins og starfi sínu ásamt því að bjóða okkur uppá smá hádegissnarl.

Þar á eftir verður haldið í Krums, handverk og hönnun á Eyrarvegi 20, þar sem Hrafnhildur Jóna , grafískur hönnuður og eigandi tekur á móti hópnum og kynnir sína hönnun og vörur.

Þórey Jónsdóttir stjórnarformaður og einn eigenda Ragnars og Ásgeirs vöruflutningafyrirtæki mun svo taka á móti okkur í höfuðstöðvum fyrirtækis síns ásamt dóttur hennar Aldísi, sem rekur CFBox7 crossfit stöð í Grundarfirði. Gaman er að segja frá því að Ragnar og Ásgeir, vöruflutningar verða 50 ára árinu.

Sætaferðir:

Boðið verður uppá sætaferðir frá Akranesi kl. 9:30 og í gegnum Borgarnes kl. 10:00 og út á Snæfellsnes og því er nauðsynlegt að þær sem vilja koma með okkur láti okkur vita hvort þær vilji þiggja far.

Gert er ráð fyrir að dagskránni verði lokið um kl.15:00 og þá lagt af stað til baka frá nesinu.