Back

FKA-Viðurkenningarhátíðar 2021.

Dagur og tími 27. janúar 2021 21:00
Verð Frítt

FKA-Viðurkenningarhátíðar 2021.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

FKA-Viðurkenningarhátíðar 2021.

Viður­kenningar­há­tíð FKA verður sjón­varps­þáttur.

Árlega heiðrar FKA þrjár konur í atvinnulífinu og veitir þeim viðurkenningar til að vekja athygli á eftirtektarverðum konum í atvinnulífinu.Konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA. Viðurkenningarhátíð FKA fer fram í takt við nýja tíma og nú sem sjónvarpsþáttur á sjónvarpstöðinni Hringbraut 27. janúar 2021.

 

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru verður viðurkenningarhátíð Félag kvenna í atvinnulífinu FKA haldin hátíðleg í sjónvarpsþætti. Mikilvægt að nálgast hlutina með nýjum hætti og stjórn FKA og framkvæmdastjóri hafa verið samstíga í tilraunastarfsemi þetta starfsárið sem félagskonur um land allt hafa tekið fagnandi.

 

Niðurtalning í Hátíðina er hafin með þáttaröðinni Stjórnandinn með Huldu Bjarnadóttur.

Stjórnandinn er þáttaröð sem hefur hafið göngu sína á Hringbraut í umsjá Huldu Bjarnadóttur. Þáttaröðin er niðurtalning FKA í Viðurkenningarhátíðina sem fer fram 27. janúar 2021.

Konur sem hafa verið okkur öllum hvatning og fyrirmynd.

 

Á Viðurkenningarhátíð FKA 2021 verða veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið okkur öllum hvatning og fyrirmynd. Allir gátu sent inn tilnefningu og FKA lagði áherslu á að fá nöfn ólíkra kvenna af landinu öllu á lista, fjölbreyttan hóp með ólíkan bakgrunn og reynslu og það skilaði sér.

Hverjar þrjár úr hópi tvö hundruð tilnefndra kvenna hljóta FKA viðurkenninguna?

Á borði dómnefndar er verkefnið að finna út hverjar þrjár úr hópi tvö hundruð tilnefndra kvenna hljóta FKA viðurkenninguna, FKA þakkarviðurkenninguna og FKA hvatningarviðurkenninguna þann 27. janúar.

 

Veittar eru viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd og árið 2020 heiðraði FKA:

Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur sem hlaut FKA viðurkenningu 2020 fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Önnu Stefánsdóttur sem hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf stjórnanda í atvinnulífinu.

Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur sem hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flutti erindi og fjölbreyttur hópur fólks úr íslensku atvinnulífi var saman komið til að heiðra og fagna með þessum miklu fyrirmyndum.

Á mynd má sjá Áslaugu Örnu, Önnu, Þorbjörgu Helgu, Guðbjörgu Heiðu og Huldu Ragnheiði Árnadóttur formann FKA.