Back

Til hvers ættum við að skrá vörumerki? Hvað er hönnunarréttur? – FKA Suðurland

Staðsetning Zoom
Dagur og tími 19. janúar 2021 17:30
Verð Frítt

Til hvers ættum við að skrá vörumerki? Hvað er hönnunarréttur? – FKA Suðurland

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Vörumerkjaréttindi og skráning vörumerkja FKA Suðurlands

Til hvers ættum við að skrá vörumerki? Hvað er hönnunarréttur?

Árnason Faktor sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði hugverkaréttar, en þar á meðal eru vörumerki, hönnun, höfundaréttur og einkaleyfi. Í erindinu verður áherslan á vörumerkjaréttindi, og farið verður yfir helstu atriði sem vert er að gæta að við val og skráningu á vörumerki. Að ýmsum lagalegum atriðum getur verið gott að huga strax í upphafi, bæði hvað varðar skráningarhæfi vörumerkja og möguleg brot á réttindum annarra. Einnig verður farið yfir hvað getur verið vörumerki, af hverju mælt er með að ská vörumerki, mikilvægi notkunar o.fl. Að lokum verður fjallað um hönnunarréttindi, skilyrði verndar og mikilvægi skráningar

María Gunnarsdóttir ætlar að svara þessum spurningum og fræða okkur um þessi mikilvægu mál sem koma flestum sem standa í fyrirtækjarekstri eða vöruþróun.

Skráning á viðburðinn er inni á Facebooksíðu FKA Suðurlands

Umsjónarkonur viðburðarins eru Hrund Guðmundsdóttir og Eydís Rós Eyglóardóttir