Back

FKA Vesturland: Frumkvöðlaspjall með Margréti Júlíönu.

Dagur og tími 25. nóvember 2020 16:00
Verð Frítt

FKA Vesturland: Frumkvöðlaspjall með Margréti Júlíönu.

Margrét Júlíana Sigurðardóttir kemur úr heimi hugbúnaðarþróunar og nýsköpunar þar sem hún leiddi tölvuleikjafyrirtækið Mussila ehf. sem stofnandi og framkvæmdastjóri frá upphafi og fram á þetta ár. Fyrirtækið gefur út leikinn Mussila Music School sem kennir börnum grunnatriðin í tónlist en leikurinn hlaut meðal annars Nordic EdTech Awards og Parent’s Choice Awards á síðasta ári og fjölmargar aðrar viðurkenningar að auki.

Margrét sjálf var valin frumkvöðull ársins 2017 á Íslandi af Nordic Startup Awards og 2019 var hún tilnefnd sem stjórnandi ársins af Stjórnvísi. Margrét situr í Hugverkaráði og stjórn íslenskra leikjaframleiðenda, IGI hjá Samtökum Iðnaðarins og nýlega tók hún sæti stjórnarformanns í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækinu Kúlu ehf.

Margrét Júlíana fjallar í sínum fyrirlestri um ferlið frá hugmynd og að vöru á alþjóðamarkaði og hvaða þættir skipta mestu máli á þeirri vegferð.

Miðvikudagurinn 25. nóvember kl. 16 – Nánari upplýsingar um slóð verða sendar á skráðar konur fyrir fundinn!

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter