Back

Fyrirtækjakynningar A-FKA í jólamarkaðsstemmningu – Léttar veitingar og skráning nauðsynleg.

Staðsetning Hús atvinnulífsins Borgartúni 35 / 1. hæð.
Dagur og tími 24. nóvember 2022 16:30
Verð Frítt

Fyrirtækjakynningar A-FKA í jólamarkaðsstemmningu – Léttar veitingar og skráning nauðsynleg.

kr.

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Kæru FKA konur!
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomnar á fyrirtækjakynningafund A-FKA með jólamarkaðsstemmningu í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 24. nóvember nk. kl. 16.30.
A-FKA býður upp á léttar veitingar og ykkur stendur til boða að versla vörur á afsláttarkjörum.
Vegna pöntunar okkar á léttu veitingunum er nauðsynlegt að þið skráið ykkur á fundinn sem fyrst – í síðasta lagi í lok dags 22. nóvember OG ef þið sjáið eftir skráningu að þið komist ekki þá endilega muna að afboða ykkur á afka@fka.is – þannig að önnur komist í ykkar stað.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar á þessum fyrirtækjakynningarfundi okkar – og velkomið að bjóða og skrá vinkonu með ykkur.

A-FKA konurnar sem kynna sig og sitt fyrirtæki á þessum fundi eru:

Ásdís Rósa Hafliðadóttir- HEIMARÓ 
Ásdís kynnir HEIMARÓ er vefverslun sem býður upp á íslenska hönnun og heimilisvörur.
www.heimaro.is

Erna Arnardóttir – Golfsvítan
Erna kynnir fyrir okkur hvernig við getum spilað golf við bestu aðstæður í okkar eigin Svítu.
www.golfsvitan.is

K.Amy Dyer – Tropical
K.Amy Dyer kynnir Tropic heildsölu, með náttúrulegri lausnir fyrir heilsu og vellíðan í sátt við móðir jörð.
www.tropic.is

Karlotta Halldórsdóttir
Karlotta kynnir veggmyndir ritaðar í blindraletri. Á plakötin eru ritaðar tilvitnanir í blindraletri. Íslensk hönnun og framleiðsla á umhverfisvottuðum pappír.
www.r57.is

Safa Jemai – Mabruka
Safa er frumkvöðull frá Tunis og kynnir hágæða handgerð krydd búin til með móðurást frá Túnis.
www.mabruka.is

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir – Birtingur
Sigríður kynnir Birting en Birtingur gefur út þrjú sterk tímarit í blaðaútgáfu, þau eru Gestgjafinn, Hús & híbýli og Vikan.
www.birtingur.is

Stella Leifsdóttir – Belladonna 
Stella kynnir valið úrval af fallegum vörum og fatnaði frá nokkrum af spennandi merkjum búðarinnar, frá Danmörku, Hollandi og Þýskalandi sem eru til sölu í Belladonna.
www.belladonna.is

Með kærum kveðjum og sól í hjarta!
Stjórn A-FKA
Stjórn Atvinnurekendadeildar FKA, AFKA 2021-2022

Aðalheiður Jacobsen – Netpartar

Dýrfinna Torfadóttir – Gullsmiður og skartgripahönnuður

Hrönn Margrét Magnúsdóttir – Ankra – Feel Iceland

Ingibjörg Valdimarsdóttir – Ritari og StayWest

Jónína Bjartmarz – Iceland Europe Travel

Katrín Rós Gýmisdóttir – Metropolitan / Gjaldkeri A-FKA

Kristín Björg Jónsdóttir – Polarn O Pyret

 

Í varastjórn AFKA 2021-2022

Ragna S. Óskarsdóttir – Íslenskur æðadúnn
Margrét Rósa Einarsdóttir – Hótel Glym og Englendingavík