Back

Fyrirtækjakynningar A-FKA 25. nóvember 2021.

Staðsetning Gullteigi Grand
Dagur og tími 25. nóvember 2021 17:00
Verð Frítt

Fyrirtækjakynningar A-FKA 25. nóvember 2021.

kr.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Kæru FKA konur,

 

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomnar á hefðbundinn fyrirtækjakynningafund með jólaívafi, fimmtudaginn 25. nóv. n.k. kl. 17.00.

Léttar veitingar í boði A-FKA – markaðsstemmning; vörur og þjónusta á afsláttarkjörum og hið margrómaða jóla-happadrætti A-FKA.

 

A-FKA konurnar sem kynna sig og sitt  fyrirtæki/rekstur á þessum fundi:

 

 

Ath. Vegna  pöntunar okkar á léttu veitingunum er  nauðsynlegt að þið skráið þátttöku ykkar í fundinum sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir  24. nóvember nk.

Við höfum að hámarki rými fyrir 100 konur á þessum fundi og þess vegna, ef þið eftir skráningu sjáið að þið komist ekki, þá muna að  afboða ykkur á afka@fka.is – þannig að einhver önnur komist í ykkar stað.

 

Ath. Við ákváðum að halda okkar striki með  þennan fund – þrátt fyrir mikla fjölgun smita síðustu daga og vikur – en gætum ýtrustu sóttvarna! – Gullteigi verður skipt í 2 x 50 manna sóttvarnahólf og við munum virða bæði 1 metra fjarlægðarmörkin og grímuskylduna (þar til sest er við borð. Sótthreinsandi verður við innganginn svo og  á borðunum og veitingarnar verða bornar til okkar á borðin).

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar á þessum hefðbundna jólatengda viðburði okkar!

Velkomið að bjóða vinkonu með!

Stjórn A-FKA