Back

Gestastofa Eimverk Distillery // Fyrirtækjaheimsókn Viðskiptanefndar fyrir allar félagskonur!

Staðsetning Lyngási 13 Garðabæ.
Dagur og tími 28. október 2021 18:00
Verð Frítt

Gestastofa Eimverk Distillery // Fyrirtækjaheimsókn Viðskiptanefndar fyrir allar félagskonur!

kr.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Kæru félagskonur!

 

Að þessu sinni förum við til Sigrúnar Jenný Barðadóttur í fyrirtækjaheimsókn til Eimverk Distillery.

 

Eimverk Distillery er fjölskyldufyrirtæki stofnað 2009 með það að markmiði að framleiða íslenskt viskí eingöngu með innlendu hráefni.

„Við framleiðum þrjár megin tegundir: Flóka viskí, einmöltung; Vor, pot eimað gin og Víti, okkar íslenska Brennivín,“ segir Sigrún Jenný.

 

HVAÐ: Fyrirtækjaheimsókn til Eimverk Distillery HÉR

HVAR: Gestastofa Eimverk Distillery, Lyngási 13 Garðabæ HÉR

HVENÆR: Fimmtudaginn 28. október 2021

KLUKKAN: 18.00

 

„Viskíið okkar, Flóki, er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi; handunnið en það tók 4 ár og 163 tilraunir og þroska prófanir til að tryggja fullkomna uppskrift. Við notum sérvalin og sérhönnuð eimingar tæki í Eimverk til að ná að vinna byggið á sem ákjósanlegastan máta og þroskum viskíið í Amerískum eikartunnum.  Niðurstaðan er flókin blanda karakters viskí sem finnst einnig í  Bourbon, Skosku og Írsku viskíi,“ bætir Sigrún Jenný við sem er spennt að fá félagskonur til sín.

 

Kær kveðja!

Viðskiptanefnd 2021-22

 

Formaður: Helga R. Eyjólfsdóttir

Ritari: Helga Reynisdóttir

Samskiptatengill nefndar: Erla Símonardóttir

Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir

Stefanía G. Kristinsdóttir

Sigrún Jenný Barðadóttir