Back

Haustbræðingur Suðurlandsdeildar FKA

Staðsetning Hjarðarból, Ölfusi
Dagur og tími 16. september 2021 18:30
Verð Frítt

Haustbræðingur Suðurlandsdeildar FKA

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Nýtt starfstímabil, 2021-2022, er að hefjast hjá Suðurlandsdeild FKA sem í daglegu tali er nefnt FKA Stuð.

Starfið hefst með haustfundi þar sem kosin verður ný stjórn og formaður, safnað verður í hugmyndakistina fyrir nýtt starfsár. Vinsamlegast tilkynnið framboð til ritara deildarinnar, Svanhildi Jónsdóttur, á netfangið; Svanhildur.jonsdottir@gmail.com.
Hvenær: 16. september 2021 kl 18:30
ATH NÝ STAÐSETNING! Hvar: Hjarðarból, Ölfusi
Fundastjóri: Bryndís Sigurðardóttir.
Kjörstjórn: Ragna Gunnarsdóttir, Elín Káradóttir og Anna Kristín Kjartansdóttir.

Skrá þarf sig á fundinn vegna kröfu sóttvarna og vegna umfangs veitinga.

Veitingar verða í boði deildarinnar 🙂

Formaður opnar haustbræðinginn og bíður konur velkomnar og kynnir fundarstjóra.
Efni fundarins:
• Auður I. Ottesen fráfarandi formaður segir frá viðburðum á starfsárinu.
• Kjör stjórnar. Formaður er kosinn sér og með honum fjórir í aðalstjórn ásamt tvemur varamönnum.
Í stjórn verða formaður, gjaldkeri, ritari, samskiptafulltrúi og meðstjórnandi/nefndarfulltrúi.
Varamenn siti einnig stjórnarfundi.
• Gjaldkeri upplýsir um ráðstöfunarfé deildarinnar á tímabilinu 2021-2022
• Laufey Guðmundsdóttir segir frá fundi stjórnar FKA með landsbyggðarnefndum, og Suðurlandsferð atvinnurekendadeildar 8.-10. okt nk.

• Veturinn framundan – troðið í hugmyndabankann.

Suðurlandskonur fjölmennum á fundinn og gætum að persónulegum sóttvörnum.

Haustbræðingur FKA Suðurlands 2021