Back
1 laus sæti

Hraðstefnumót Framtíðarkvenna og fyrirtækjaheimsókn

Dagur og tími 23. september 2021 20:00
Verð Frítt

Hraðstefnumót Framtíðarkvenna og fyrirtækjaheimsókn

kr.

Availability: 1 in stock

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Alda Sigurðardóttir, stjórnenda- og markþjálfi, eigandi Vendum og Fræðslu ætlar að bjóða Framtíðarkonum í heimsókn fimmtudaginn 23. september, kl.20:00 á glæsilegri skrifstofu sinni á Suðurlandsbraut 32.
Kvöldið mun vera tileinkað þema vetrarins #vertuþú, þar sem Alda mun fara yfir nokkur góð ráð fyrir okkur Framtíðarkonur á framabraut, auk þess að kynna fyrir okkur starfsemi sína.
Þá er ekki öll sagan sögð, því á viðburðinum gefst okkur tækifæri á að versla fallega hönnun frá Gracelandic. Það er Framtíðarkonan hún Grace sem býður okkur á pop-up markað hjá Öldu, en hún stofnaði nýverið fyrirtækið Gracelandic og ætlar einnig að segja okkur frá sinni vegferð.
Að kynningu lokinni munum við taka hraðstefnumót Framtíðarkvenna, þar sem þið hafið tækifæri á að kynnast öðrum flottum konum og kynna ykkur sjálfar í leiðinni.

Þið viljið ekki missa af þessum flotta viðburði – Skráning fer fram hér og eins og venjulega, er “fyrstur kemur, fyrstu fær”.