Back

Innleiðing umhverfisstefnu og græn mál – VIÐBURÐI FRESTAÐ!

Staðsetning Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð
Dagur og tími 08. apríl 2020 08:30
Verð Frítt

Innleiðing umhverfisstefnu og græn mál – VIÐBURÐI FRESTAÐ!

kr.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Umhverfisstefna í framkvæmd.

Aukin ánægju starfsmanna, umhverfisstjörnur og betri afkoma.

Fyrirtæki um allan heim eru að innleiða umhverfisstefnu með það að markmiði að minnka sóun og axla þannig ábyrgð fyrir framtíðina.

Ef við höldum áfram að vera svona miklir umhverfissóðar þá þurfum við margar plánetur. En við eigum bara þessa einu plánetu þannig að við verðum að gera þetta – saman!

BravoEarth er nýtt vefkerfi með innbyggða aðferðafræði sem auðveldar fyrirtækjum að koma umhverfisstefnu í framkvæmd og að virkja starfsfólk sitt.

Það er FKA-kona Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri BravoEarth sem ætlar að fjalla um umhverfismál og leiðir til að koma umhverfisstefnu í framkvæmd.

Vilborg fékk FKA-Viðurkenningu 2010, sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 2012 og var tilnefnd „Top 18 – The Brightest Business Minds in Northern Europe” (Nordic Business Forum) árið 2016.

Sem meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri Mentors ehf. hefur Vilborg yfirgripsmikla reynslu bæði úr menntageiranum og úr atvinnulífinu. Vilborg sat til dæmis í stjórn Íslandsstofu, Tækniþróunarsjóðs, Samtaka iðnaðarins og í Samráðsvettvangi um aukna hagsæld.

Á FKA miðvikudagsmorgni 8. apríl 2020 ætlar hún að fjalla meðal annars um BravoEarth og fræða okkur um hvernig við getum innleitt umhverfisstefnu á áhrifaríkan máta og minnkað sóun í atvinnulífinu. Segja okkur frá og hvernig umhverfisstjörnur skila betri afkomu og hvernig við getum aukið ánægju starfsmanna með grænum og geggjuðum skrefum.

HVAR: Hús atvinnulífsins // Borgartúni 35 // 1. hæð

HVENÆR: Miðvikudaginn 8. apríl 2020

KLUKKAN: 8.30-10.00

Fundarstjóri: Sigríður Hrund Pétursdóttir stjórnarkona FKA