Back

Konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar á FKA Viðurkenningarhátíð.

Staðsetning Nánar auglýst!
Dagur og tími 20. janúar 2022 16:30
Verð Frítt

Konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar á FKA Viðurkenningarhátíð.

kr.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

FKA Viðurkenningarhátíð þann 20. janúar 2022.

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar.

 

Þar koma félagskonur FKA og öll kyn úr framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs saman á góðri stundu og fylgjast með þegar veittar eru viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

Á hátíðinni eru eftirfarandi viðurkenningar veittar:

– FKA þakkarviðurkenningin.

– FKA viðurkenningin.

– FKA hvatningarviðurkenningin.

 

Viðurkenningarnar voru fyrst veittar árið 1999. FKA mun kalla eftir tilnefningum frá FKA konum, atvinnulífinu og almenningi og lögð er áhersla á að fá nöfn ólíkra kvenna af landinu öllu á lista, fjölbreyttan hóp með ólíkan bakgrunn og reynslu.

 

Dómnefnd skipuð aðilum úr viðskiptalífinu fer yfir allar tilnefningar og velur.

 

HVENÆR: 20. janúar 2022.

HVAR: Grand Hótel Reykjavík HÉR

KLUKKAN: Húsið opnar klukkan 16.30 / Athöfn hefst stundvíslega kl. 17.00 og er áætluð klukkutími.

 

Að lokinni athöfn er gestum boðið að fagna með FKA og viðurkenningarhöfum og þiggja léttar veitingar.

 

Verður þetta allt auglýst þegar nær dregur! Fyrirkomulag verður mótað í takt við ferskar og brakandi sóttvarnarreglur þann daginn og auglýst nánar.

 

Takið daginn frá!

 

Kær kveðja frá stjórn FKA

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAViðurkenningarhátíðin2022 #FKAViðurkenningarhátíð2022 #FKAViðurkenningarhátíð #FKAþakkarviðurkenning #FKAviðurkenningin #FKAhvatningarviðurkenning