Back

Landsbyggðarráðstefna FKA 23. september 2022

Staðsetning Háskólinn á Akureyri
Dagur og tími 23. september 2022 15:00
Verð Frítt

Landsbyggðarráðstefna FKA 23. september 2022

kr.

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Ríkidæmi landsbyggðarinnar og tækifærin, verða rædd áfram á Landsbyggðarráðstefnu FKA sem verður þann 23. september.

Þema ráðstefnunnar verður nýsköpun þar sem ljósi verður varpað öfluga starfsemi í byggðum landsins.

Ráðstefnan er opin fyrir félagskonur um allt land og er þeim velkomið að bjóða vinkonum með.

Um er að ræða stútfulla dagskrá sem hefst með ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri. Húsið mun opna kl. 15 en dagskráin hefst kl. 15:30. Erindi ráðstefnunnar og fyrirlesarar hennar koma hvaðanæva af landinu. Að ráðstefnu lokinni verður sameiginlegur kvöldverður og þar gefst enn betra tækifæri til tengslamyndunar.

Á laugardeginum halda töfrar tengslanetsins áfram þar sem ráðstefnugestir munu þræða fyrirtæki félagskvenna í bænum ásamt afslappandi afþreyingu, hádegisverði og eflandi félagsskap.

FKA Norðurland, í samstarfi við aðrar landsbyggðardeildir, fer fyrir Landsbyggðarráðstefnu FKA og býður heim og munu félagskonur fyrir Norðan leggja línurnar þar sem fyrirtæki þeirra og sérþekking kemur við sögu. Einnig verður hægt að nálgast ráðstefnuna í beinu streymi.

FKA Norðurland, FKA Suðurland, FKA Vesturland og FKA Suðurnes bjóða ykkur velkomin á Landsbyggðarráðstefnu FKA í september.

Frítt verður á ráðstefnuna sjálfa. Nánari dagskrá og verð tengd öðrum viðburðum auglýst síðar.

Takið daginn frá!

 

Hér er ,,Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni – Ný heimssýn á nýjum tímum” síðasta landsbyggðarráðstefna FKA á Bifröst 17. apríl 2021.