Back

LinkedIn og töfrarnir í tengslanetinu

Dagur og tími 02. nóvember 2020 17:00
Verð Frítt

LinkedIn og töfrarnir í tengslanetinu

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Gott tengslanet er gulls ígildi, en hvar á að byrja?

🔵 Hvernig er mögulegt að nota aðferðir úr markaðsfræði og viðskiptum til að ná árangri í starfsframa og skapa tækifæri.
🔵 Hvernig nýtir þú LinkedIn til þess að auka sýnileika þinn og koma þinni rödd á framfæri?
🔵 Hvernig hefur þú áhrif með þekkingu þinni?

Maríanna og Ósk Heiða eru kraftmiklir fyrirlesarar og má búast við orkumiklum viðburði!

Ósk Heiða: „Ég er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp. Ég held ballið sjálf og býð öðrum að vera með – ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus“

Maríanna: „Ég hef ástríðu fyrir breytingum og því að hjálpa fólki að ná árangri. Mín spurning til allra er: Fyrir hverju brennur þú“?

Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka sýnileika sinn á markaði m.a. með LinkedIn. Ósk Heiða nýtir sér verkfæri markaðsfræðinnar og reynsluna af uppbyggingu vörumerkja og því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til sjálfsafgreiðslulausna, til að skapa tækifæri í bæði starfsframa og leik.

Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði.

Viðburðurinn er samstarf FKA Framtíðar og viðskiptanefndar, allar FKA konur velkomnar.
📌 Viðburðurinn verður á Zoom, linkur sendur þegar nær dregur
📌 Viðburðurinn verður á íslensku

————————————-
This event will be in Icelandic.
Your voice, your opportunities: The magic of networking. Let´s look at LinkedIn and it’s numerus possibilities
A good network it worth its weight in gold, but where to start? How is it possible to use methods from marketing and business to enhance your career and create opportunities for yourself?
How to use LinkedIn to gain visibility and to let your voice he heard?
How can you make a difference through your knowledge?