Back

Lokafögnuður & kosið til stjórnar á aðalfundi FKA Framtíðar.

Staðsetning Hús atvinnulífsins Borgartúni 35 og á ZOOM.
Dagur og tími 10. júní 2021 20:00
Verð Frítt

Lokafögnuður & kosið til stjórnar á aðalfundi FKA Framtíðar.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Fimmtudaginn 10. júní 2021 kl. 20:00 fer fram Sumargleði, Lokafögnuður & Aðalfundur FKA Framtíðar.

SKRÁNING HÉR

Gleðin verður bæði í raunheimum og verður einnig streymt rafrænt (linkur sendur síðar).

Dagskráin verður eftirfarandi:

1. Komum saman í Húsi Atvinnulífsins (stóri salur, Hylur) og í gegnum Zoom.
2. Núverandi stjórn FKA Framtíðar fer yfir starfsemi félagsins í vetur.
3. Kynning á nýjum frambjóðendum – 3 sæti laus.
4. Kosning í splunkunýja stjórn.
6. Léttur matur, drykkur, tengslamyndun og stund til að gleðjast saman!

Kosið er um 3 stjórnarsæti til tveggja ára.
Félagskonur sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn eru hvattar til að gefa kost á sér með því að senda einnar blaðsíðu framboðskynningu með mynd á fkaframtid@fka.is fyrir 5. júní 2021.
Stjórn bendir á að í anda laga FKA þá er félagskonum frjálst að bjóða sig fram allt fram að aðalfundi og einnig á aðalfundinum sjálfum. Fresturinn fyrir framboð er settur til að nokkrir dagar gefist til kynninga á frambjóðendum, fram að aðalfundi.

 

Allar FKA Framtíðarkonur geta boðið sig fram og einnig kosið! Langi þig að bjóða þig fram og/eða kjósa, skráðu þig þá í Framtíðina. Eftir hverju ertu að bíða?

 

SKRÁNING HÉR

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga stund saman!

Kv. Stjórn FKA Framtíðar