Back
7 laus sæti

Málþing / Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði?

Staðsetning Icelandair hótel Reykjavík Natura.
Dagur og tími 17. september 2020 13:00
Verð Frítt

Málþing / Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði?

kr.

Availability: 7 in stock

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði?

Málþing í boði fræðslunefndar FKA og Íslandsbanka

Haldið 17. september 2020 á Icelandair hótel Reykjavík Natura,  kl 13.00 – 17.00

Fræðslunefnd FKA hefur ákveðið að halda fundarröð um konur og fjármál á næstu mánuðum.
Tilgangur fundaraðarinnar  er að glæða áhuga kvenna til að gerast öflugri þátttakendur á fjármálamarkaði og atvinnulífinu almennt.

Samkvæmt niðurstöðum kannanna á undanförnum árum um þátttöku  kvenna á fjármálamarkaði þá hafa konur aðeins verið einn af hverjum þremur til fjórum fjárfestum á fjármálamarkaði og endurspeglast þetta m.a. í dræmu hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu.

Fyrsti fundurinn er undir yfirskriftinni Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði?

Farið verður yfir grundvallarspurningar sem snúa að fjármálamarkaðnum svo sem fjárfestingaumhverfið á Íslandi, fjallað um fyrirliggjandi frumvarp til laga um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa og kynntar niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar um fjárfestingahegðun kvenna og karla. Þá verður fjallað um hvernig við getum orðið öflugir fjárfestar og hvernig er hægt að hafa áhrif á heiminn með fjárfestingum.

Málþinginu verður jafnframt streymt hjá FKA.

Dagskrá málþingsins
13.00  Skráning

13:15 Opnun
Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla
Fundarstjóri: Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Íslandsbanka

13.30   Fjárfestingaumhverfið á Íslandi 
Fjárfestingar 101 
Vignir Þór Sverrisson sérfræðingur Íslandssjóða
Hlutabréfamarkaðurinn, fjárfestingar og við
Kristín Jóhannsdóttir samskipta og markaðsstjóri Nasdaq
Niðurstöður viðhorfskönnunar Zenter um fjárfestingar
Þórdís Yngvadóttir formaður fræðslunefndar
Frumvarp um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa
Vilhjálmur Árnason, alþingismaður

14:30 Hvernig verðum við öflugir fjárfestar? 
Viltu koma í englakór?  
Linda Björk Ólafsdóttir  fjárfestir
Rödd Soffíu: Heimspekin og verðbréfamarkaðurinn
Halldór Friðrik Þorsteinsson viðskiptafræðingur

15:00 Kaffi

15:30 Getum við breytt heiminum?  
Áfram stelpur!
Kolbrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandshótelum
Fjárfesting til gagns
Helga Valfells  stofnandi Crowberry Capital
Sjálfbær fjármál – nýr raunveruleiki
Bjarni Herrera Þórisson  framkvæmdastjóri Circular Solutions

16.15 Umræður og spurningar úr sal  

Lokaorð
Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA