Mikilvægasti fundur dagsins! 15. janúar 2021.
Deila
FKA Vesturland fagnar nýju starfsári með því að bjóða allar FKA konur til mikilvægasta fundar dagsins með Birnu Bragadóttur.
Hádegisfundur 15. janúar 2021 – þar sem við gerum markmið okkar skýr fyrir árið og setjum okkur sjálfar í forgang.
Við getum allar tekið undir það að heilsutengd lífsgæði eru mikils virði og skilar okkur margfalt tilbaka í vellíðan, athafnasemi og góðum samskiptum. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægara að fjárfesta í heilsunni. Góð heilsa er góður „business“.
Nóg pláss í boði en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, hér fyrir ofan!
Markmiðasetning og góðar venjur í átt að betri heilsu og lífsstíl
Ímyndaðu þér hvar þú væri stödd eftir ár og hverju þú myndir áorka á sama tíma að ári, ef þú byrjaðir hægt og rólega að vinna markvisst að þínum markmiðum strax í dag?
Þegar fólk setur sér sín markmið og finnur sínar leiðir á eigin forsendum, er líklegra að árangur náist. Þegar það kemur að því að byggja upp heilbrigðari lífstíl þá á hugtakið „one size fits all“ ekki alltaf við. Við markmiðasetningu er gagnlegt að notast við aðferðafræði markþjálfunar sem er hvetjandi, styðjandi og styrkleikamiðuð nálgun sem styður fólk í átt að breytingum að bættri heilsu og lífsstíl, hvort sem það er að auka hreyfingu, bæta matar- og svefnvenjur eða bæta samskipti. Markþjálfun virkjar einstaklinga út frá eigin áhuga í átt að árangri og auknu sjálfstrausti. Hænuskref í átt að betri venjum og lífsstíl.
Ferðalag í átt að betri heilsu er langhlaup og ekki gert með töfralausnum.
Fyrirlesturinn er hvetjandi og hagnýtur fyrir fólk sem vill nýta veturinn á uppbyggilegan hátt og finna sínar eigin leiðir í átt að betri heilsu og lífsstíl.
Birna Bragadóttir starfar sem ráðgjafi á sviði vinnustaðamenningar, stjórnunar og jafnréttismála hjá Befirst. Birna er stjórnarformaður Hönnunarsjóðs og situr í stjórn Gagnaveitunnar.
Birna er jafnframt markþjálfi frá Coach University og Landvættaþjálfari hjá Ferðafélagi Íslands. Birna tók ákvörðun fyrir nokkrum árum að setja heilsuna í forgang og fékk í framhaldinu ástríðu fyrir alls kyns útivist og hreyfingu. Í þeirri vegferð hefur hún m.a. orðið Landvættur í fjórgang, synt yfir Ermarsundið með boðsundssveit og þverað Vatnajökul á gönguskíðum.
Nóg pláss í boði en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, hér fyrir ofan!