Back

Nýársviðburður FKA Suðurlands

Dagur og tími 18. janúar 2022 19:30
Verð Frítt

Nýársviðburður FKA Suðurlands

*UPPFÆRT*
Við ætluðum svo að leika á veiruskrattann með því að hafa þennan viðburð rafrænan, en veiran sá við okkur og skriðtæklaði okkur þar sem ein af þeim sem ætlaði að vera með erindi varð veik – því þurfum við að fresta viðburðinum um viku til 20. janúar – s(k)jáumst!
———-
Við ætlum að starta þessu ári á frábæran hátt með online erindi um hugmyndavinnu.
Hvað þarf að hafa í huga þegar á að setja hugmynd í framkvæmd?
Hvar er best að byrja og hverjar eru helstu áskoranirnar?
Guðný Björk Pálmadóttir eigandi Fresía og Fabia design mun hefja nýja árið með okkur og fara með okkur í gegnum erindið „Frá hugmynd að veruleika – frá hugsun til aðgerða!
Guðný er með BSc í arkitekt og hönnun og MSc. í nýsköpun og viðskiptaþróun.
Einnig munu þær Ingunn Jóns og Brynja Hjálmtýrsdóttir hjá Háskólafélag Suðurlands vera með stutt innlegg. Svo vonumst við til þess að rými verði fyrir smá spjall og spurningar.
Hvenær: Fimmtudagurinn 20. janúar
Tími: 19.30
Hvar: Zoom
Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter