Nýliðakynning FKA 2021 – Leið inn í öflugt félagsstarf og tengslanet FKA.
Nýliðakynning FKA 2021 – Leið inn í öflugt félagsstarf og tengslanet FKA.
Deila
Ert þú ný í FKA? Kannski enn að fóta þig? …eða mögulega félagskona sem tekur ekki virkan þátt?
Fræðslunefnd FKA býður þér á rafræna nýliðakynningu fimmtudaginn 21. janúar kl. 12.00.
Nýliðakynningin er rafrænn fundur á zoom fyrir allar nýjar félagskonur og þær sem hafa verið í félaginu í einhvern tíma og ennþá ekki tekið virkan þátt í félagsstarfinu eða vilja fræðast meira um hvað félagsskapurinn hefur upp á að bjóða.
- Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA mun kynna starfsemi félagsins.
- Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA fer yfir hina fjölbreyttu viðburði sem standa í boði og öflugt nefndarstarf innan félagsins.
- Gróa Másdóttir, einn eigenda Grænna ferða og nefndarkona í fræðslunefnd, mun segja frá reynslu sinni af því að vera í FKA.
Einn mikilvægasti þáttur í starfsemi FKA er að mynda tengslanet og gefst þátttakendum kostur á að kynnast öðrum öflugum félagskonum og setja sér markmið.
Við hvetjum sérstaklega allar nýjar félagskonur til að skrá sig, kynnast starfssemi FKA og þeim ávinningi sem felst í að vera í félaginu, setja sér markmið og byggja upp tengslanet sitt.
Hægt er að skrá sig á viðburðinn á lokaðri Facebook síðu FKA og verður zoom hlekkur settur þar inn fyrir fundinn.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Kær kveðja!
Fræðslunefnd FKA.
Á mynd: Katrín Amni, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Þórdís Yngvadóttir formaður nefndar og Gróa Másdóttir samskiptatengill nefndar.
Nánar um Fræðslunefnd FKA HÉR