Back

NÝTT UPPHAF! Hugleiðsla og markmiðasetning fyrir allar FKA-konur

Staðsetning Hlekkur verður sendur á skráðar félagskonur FKA fyrir viðburðinn.
Dagur og tími 15. apríl 2021 17:00
Verð Frítt

NÝTT UPPHAF! Hugleiðsla og markmiðasetning fyrir allar FKA-konur

kr.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

NÝTT UPPHAF!

Viðskiptanefnd og Kristín Snorradóttir, markþjálfi og jóga nidra kennari, bjóða FKA konum upp á hugleiðslu og markmiðasetningu í gegnum netið fimmtudaginn 15. apríl kl. 17-18.

Kristín mun leiða okkur í gegnum hugleiðslu með þann ásetning að styrkja okkur í að ná okkar markmiðum og kveikja á innri ástríðu. Ávinningur hugleiðslu er jafnari hormónabúskapur, minni streita og meiri gleði. Kristín mun í kjölfarið fræða okkur um hugleiðslu og hagnýtar aðferðir í markmiðasetningu.

Hver einasti dagur er nýr og tækifæri gefst til þess að efla sig og feta
leiðina að stóra markmiðinu, eitt skref í einu, ein varða í senn.
Hættu að bíða og framkvæmdu, hvar viltu vera eftir ár eða 3 ár?

Þátttakendur fá tækifæri til þess að prófa sig áfram með verkefnavinnu í litlum hópum og fá endurgjöf.

Nauðsynlegt er að skrá sig en viðburðurinn er frír og við vonumst til að sjá sem flestar.

 

Hlekkur á fundinn verður sendur á skráðar konur fyrir viðburðinn.