Stórglæsileg dagskrá við Elliðaárstöð á Opnunarviðburði FKA. Léttar veitingar og einstök upplifun.
Stórglæsileg dagskrá við Elliðaárstöð á Opnunarviðburði FKA. Léttar veitingar og einstök upplifun.
0 kr.
Deila
Kæra félagskona! Það er stórglæsileg dagskrá við Elliðaárstöð á Opnunarviðburði FKA.
Nú fjölmenna félagskonur á Opnunarviðburð FKA fimmtudaginn 2. september nk. kl. 17.00 – 19:30.
Það er spennandi dagkrá og notaleg samvera í vændum sem fer fram við Elliðaárstöð kl. 17 með léttum veitingum og endar, eftir skógarbað og upplifunarorgíu, með Hamingjustund áður en rafstrætó keyrir FKA konur frá Elliðaárstöð í miðbæ Reykjavíkur.
Í grófum dráttum hljóðar dásamleg dagskrá svona (sjá tímasetta dagskrá hér fyrir neðan)
Móttaka hefst við Elliðaárstöð HÉR með léttum veitingum við komuna í dalinn, opnunarerindi og einstakt tækifæri til að skoða Rafstöðina, þessa fallegu og merkilegu byggingu á aldarafmæli rafmagnsframleiðslu í Rafstöðinni.
Lopapeysukeppni, upplifunarganga í Elliðaárhólmanum og innsetningar hönnunarteyma þar sem félagskonur koma við sögu.
Hamingjustund og léttar veitingar í garðinum við Elliðaárstöð áður en rafstrætó með rafmagnaðri tónlistarupplifun keyrir FKA konur frá Elliðaárstöð í miðbæ Reykjavíkur.
HVAÐ: Glæsilegur Opnunarviðburð FKA 2. september 2021. Skráning á Opnunarviðburð nauðsynleg
HVAR: Við Elliðaárstöð HÉR
HVENÆR: Mæting klukkan 17.00 og skipulögð dagskrá lýkur um klukkan 19.30 með strætóferð í bæinn.
Stjórnir landsbyggðadeilda FKA hafa verið hvattar til að íhuga þann kost að sameina félagskonur deilda og mæta á Opnunarviðburðinn í Reykjavík ef áhugi er fyrir hendi, aðstæður leyfa og gerlegt að koma því við.
Veðurfar er hugarfar.
Veðurfar er hugarfar en við þurfum að klæða okkur eftir veðri og til dæmis í skóm við hæfi (með hælana í poka?). Konur eru beðnar um að huga að persónulegum sóttvörnum, kippa grímunni með svo hægt sé að fylgja sóttvarnarreglum og ef flensueinkenni gera vart við sig biðjum ykkur að vera heima og mæta ferskar síðar.
Konur – forgangsröðum okkur!
Framboðið er mikið í FKA þar sem ólíkar konur um landið allt finna eitthvað við hæfi. Það eina sem við verðum að vara konur við er að þær geta aldrei tekið þátt í öllu. Það er mikil tilhlökkun að hefja starfsárið og hitta félagskonur fimmtudaginn 2. september nk.
D A G S K R Á:
17: 00 – Móttaka við Elliðaárstöð.
Birna Bragadóttir forstöðukona Elliðaárstöðvar, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs Íslands og félagskona tekur á móti konum við Elliðaárstöð, en í ár eru 100 ár frá því að byrjað var að framleiða rafmagn í Rafstöðinni og ljósin voru kveikt í borginni. FKA konum gefst tækifæri til að skoða þessa fallegu og merkilegu byggingu ásamt því ætlar Birna að segja okkur frá þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað í dalnum.
Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKA með stutt opnunarávarp.
Stutt kynning á reglum í Lopapeysukeppninni. Það er Laufey Guðmundsdóttir formaður Lopapeysunefndar og stjórnarkonu FKA-Suð.
17:30 – Maðurinn í skóginum – skógarganga.
Boðið verður upp á upplifunargöngu í Elliðaárhólmanum, en 70 ár eru frá því að starfsfólk Orkuveitunnar gróðursettu fyrstu tré í Elliðaárdalnum. Á fáum árum breyttist hrjóstugur hólminn í útivistarsvæði. Með varanlegum innsetningum eftir þrjú hönnunarteymi viljum við minna gesti dalsins á að skógurinn er manngerður, gjöf náttúrunnar með þökk fyrir gæði hennar.
Í upplifunargöngunni verða m.a. skoðaðar hönnunarinnsetningar:
Sóleyjar Þráinsdóttir sem segir staðfræðilega sögu hólmans með ólíkum efnum sem mynda eins konar sundurslitna tímalínu sem nýtist jafnt til leikja, með setrými og til fræðslu.
Stúdíó Fléttu sem skipað er hönnuðunum Birtu og Hrefnu (félagskonur FKA) hafa hannað hefur bekk úr stálrörum sem vísa í senn til rótarkefa trjánna sem liggja þver og kruss um hólmann en kallast einnig á við rör veitukerfanna.
Kristín María Sigþórsdóttir og Friðrik Steinn Friðriksson hafa hannað og plantað niður álsveppum í skógarrjóðri. Sveppatínsla er núvitundarathöfn sem má líkja við skógarbað. Sveppirnir gefa frá sér falleg hljóð í skóginum sem falla vel að skóginum og minna okkur á að staldra við, skoða náttúruna með nýjum augum og njóta.
18:30 – Hamingjustund og léttar veitingar í garðinum við Elliðaárstöð og úrslit í lopapeysukeppni verða kynnt.
19:30 – Rafstrætó með rafmagnaðri tónlistarupplifun keyrir FKA konur frá Elliðaárstöð í miðbæ Reykjavíkur þar sem konur geta sammælast að fara í drykk eða hvað svo sem konur vilja gera.
„Hlökkum til að sjá ykkur!“ segir Birna Bragadóttir forstöðukona Elliðaárstöðvar. Akkúrat það sem stjórn FKA vill segja við ykkur líka kæru félagskonur.
Komdu fagnandi starfsár!
Kær og hugheil kveðja!
Stjórn FKA // Edda Rún, Elísabet Tanía, Eydís Rós, Katrín Kristjana, Sigríður Hrund, Unnur Elva & Vigdís.
hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAKonur #Elliðaárstöð