Back

FKA – fjárfestu í þér til framtíðar opnunarviðburður FKA í Veröld – hús Vigdísar

Staðsetning Veröld – hús Vigdísar / Brynjólfsgötu 1 / 107 Reykjavík.
Dagur og tími 08. september 2022 17:00
Verð Frítt

FKA – fjárfestu í þér til framtíðar opnunarviðburður FKA í Veröld – hús Vigdísar

kr.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Vertu hjartanlega velkomið starfsár FKA!

FKA – fjárfestu í þér til framtíðar opnunarviðburður FKA verður 8. september 2022.

 

FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.

Saman erum við leiðandi hreyfiafl og nú teljum við í nýtt starfsár.

 

Það er stjórn FKA ásamt Steinunni Gestsdóttur aðstoðarrektor kennslu og þróunar HÍ og Public Affairs Officer (Upplýsinga- og menningarmálastjóri) Karen Huntress hjá Bandaríska sendiráðinu sem taka fagnandi á móti félagskonum í Veröld. Félag kvenna í atvinnulífinu hefur átt í gefandi samstarfi við sendiráð Bandaríkjanna og HÍ þar sem við höfum verið að virkja sköpunarkraft kvenna með nýsköpunarhraðli fyrir konur undir merkjum Academy for Women Entrepreneurs (AWE).

 

HVAÐ: FKA – fjárfestu í þér til framtíðar opnunarviðburður FKA 2022

HVAR: Veröld – hús Vigdísar / Brynjólfsgötu 1 / 107 Reykjavík HÉR

HVENÆR: Fimmtudaginn 8. september 2022

KLUKKAN: 17.00-19.00

Skráning fyrir félagskonur á dagatali á heimasíðu FKA.

 

FKA er mikilvægara sem aldrei fyrr og öflugar deildir, nefndir, ráð og stjórn FKA heldur áfram að styðja kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina til aukins sýnileika og þátttöku.

 

Stjórnarkonur FKA hófu undirbúning nýverið og voru með hópefli til að stilla strengi fyrir spennandi ár og hittu stjórnir deild og nefnda í Húsi atvinnulífsins Borgartúni.

 

Það er margt að taka á kassann í lífinu og mikilvægt að setja sig á dagskrá og sýna sér sjálfsvinsemd.

 

Á dagatalinu á heimasíðu FKA eru viðburðir komnir á kortið og mikilvægt að fylgjast vel með og láta til sín taka. Það er mjög mikilvægt að fagna fjölbreytileikanum og muna að við eigum allar rödd. Verðum aldrei allar sammála en við verðum samferða – það er svo mikill styrkur sem felst í slíku.

 

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur 8. september í Veröld – Húsi Vigdísar!

Stjórn FKA og framkvæmdastjóri FKA.

 

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet