Opnunarviðburður FKA. Léttar veitingar og einstök upplifun – Takið daginn frá!
Opnunarviðburður FKA. Léttar veitingar og einstök upplifun – Takið daginn frá!
0 kr.
Deila
Kæra félagskona!
Það er spennandi starfsár sem við hefjum með stæl þegar félagskonur fjölmenna á Opnunarviðburð FKA fimmtudaginn 8. september 2022.
Það er notaleg samvera í vændum með hamingjustund og léttum veitingum sem hefst seinni partinn og verður kynnt frekar með lækkandi sól.
HVAÐ: Glæsilegur Opnunarviðburð FKA 8. september 2022.
HVAR: Á stór-höfuðborgarsvæðinu.
HVENÆR: Skráning á Opnunarviðburð nauðsynleg og verður kynnt nánar.
Stjórnir landsbyggðadeilda FKA eru hvattar til að íhuga þann kost að sameina félagskonur deilda og mæta saman á Opnunarviðburðinn ef áhugi er fyrir hendi, aðstæður leyfa og gerlegt að koma því við.
Konur – forgangsröðum okkur!
Framboðið er mikið í FKA þar sem ólíkar konur um landið allt finna eitthvað við hæfi. Það eina sem við verðum að vara konur við er að þær geta aldrei tekið þátt í öllu. Það er mikil tilhlökkun að hefja starfsárið og hitta félagskonur fimmtudaginn 8. september 2022.
Komdu fagnandi starfsár! Takið daginn frá!
Kær og hugheil kveðja!
Stjórn og varakonur í stjórn FKA // Dóra, Edda Rún, Elfur, Guðrún, Íris Ósk, Katrín Kristjana, Sigríður Hrund, Sigrún Jenný & Unnur Elva.
#FKA #hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAKonur