Opnunarviðburður FKA – Takið daginn frá!
Deila
Vertu hjartanlega velkomið starfsár FKA!
FKA – fjárfestu í þér til framtíðar opnunarviðburður FKA verður 31. ágúst 2023.
FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
Saman erum við leiðandi hreyfiafl og nú teljum við í nýtt starfsár.
HVAÐ: FKA opnunarviðburður 2023
HVAR: Nánar auglýst!
HVENÆR: Fimmtudaginn 31. ágúst 2023
KLUKKAN: 17.15-19.00
Skráning fyrir félagskonur á dagatali á heimasíðu FKA.
FKA er mikilvægara sem aldrei fyrr og öflugar deildir, nefndir, ráð og stjórn FKA heldur áfram að styðja kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina til aukins sýnileika og þátttöku.
Stjórnarkonur FKA hófu undirbúning nýverið til að stilla strengi fyrir spennandi ár og hittu stjórnir deild og nefnda í Húsi atvinnulífsins Borgartúni.
Það er margt að taka á kassann í lífinu og mikilvægt að setja sig á dagskrá og sýna sér sjálfsvinsemd.
Á dagatalinu á heimasíðu FKA eru viðburðir komnir á kortið og mikilvægt að fylgjast vel með og láta til sín taka. Það er mjög mikilvægt að fagna fjölbreytileikanum og muna að við eigum allar rödd. Verðum aldrei allar sammála en við verðum samferða – það er svo mikill styrkur sem felst í slíku.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn FKA og framkvæmdastjóri FKA.
#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet