Vertu stofnfélagi og mættu raun eða raf þegar við stofnum nýja landsbyggðardeild FKA Austurland // Skráning hér til að skrifa sig inn í söguna!
Vertu stofnfélagi og mættu raun eða raf þegar við stofnum nýja landsbyggðardeild FKA Austurland // Skráning hér til að skrifa sig inn í söguna!
0 kr.
Deila
Kæra félagskona!
FKA Austurland // ALLAR félagskonur af landinu öllu eru velkomnar raun eða raf á stofnfund nýrrar deildar 25. mai 2023 kl. 17.
SKRIFUM OKKUR INN Í SÖGUNA Á STOFNFUNDI FKA AUSTURLAND!
Stofnfundur FKA Austurland, Félags kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi er fimmtudaginn 25. maí nk. klukkan 17.
Markmið með nýrri deild Félags kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi er að efla konur, auka samtalið og fjölga tækifærum á Austurlandi.
Félagskonur af landinu öllu eru velkomnar – Skráið ykkur til leiks!
HVAÐ: Stofnfundur FKA Austurland, Félags kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi.
HVAR: VÖK Baths kort og uppl. HÉR og á Zoom.
HVENÆR: 25. maí 2023 klukkan 17.00.
Upplýsingar um ZOOM fundinn:
Topic: Stofnfundur FKA Austurland
Time: May 25, 2023 17:00 Reykjavik
Join Zoom Meeting: https://us06web.zoom.us/j/3394013901
Meeting ID: 339 401 3901
ATH! Þær sem er t.d. með iphone gætu þurft að slá ID í Zoom appið til þess að komast inn á fundinn og því fylgir Meeting ID með hér að ofan.
Nánari upplýsingar fka@fka.is
Fyrirsvarsmenn félagsdeildar: (Ingunn) Heiða Ingimarsdóttir og Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Austurland 19. apríl 2023. Beiðni til Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA um opnun Landsbyggðadeildar á Austurlandi. Kæra stjórn FKA! Á Austurlandi eru að minnsta kosti 28 konur sem hafa áhuga á því að stofna landshlutadeild á Austurlandi og því sendi ég eftirfarandi beiðni. Markmið með FKA Austurland er að styrkja, efla konur og verkefni á Austurlandi, beina sjónum á allt það góða sem er í gangi og tækifærin sem þar er að finna. Í dag eru fjórar landsbyggðadeildir innan FKA þ.e. FKA Norðurland, FKA Vesturland, FKA Suðurland og FKA Suðurnes og það gefur augaleið að tækifærin eru fjölmörg og spennandi. Hinir sameiginlegu hagsmunir kvenna innan deildarinnar væri fyrst og fremst landfræðilegir. Þar sem við búum fjarri höfuðborginni væri styrkur fólginn í því að gera deild um landshlutann þar sem konur geta tengst, sótt viðburði saman, lyft hvor annarri upp og sótt þekkingu hver til annarrar á einfaldan og skjótan máta. Þá myndi stofnun deildar leiða til þess að það væri ef til vill auðveldara fyrir konur að sækja viðburði annars staðar þar sem hluti félagsgjalda koma inn í deildina. Það er mikil tilhlökkun að fá að móta stefnu um starfið fyrir Austan og hefjast handa á spennandi tímum. Láta rödd kvenna heyrast, virði þeirra ná í gegn, auka sýnileika kvenna á Austurlandi, vera sterkari saman og gera samfélagið betra með fjölbreytileika. Fjölmörg tækifæri eru til að virkja konur til frekari þátttöku á Austurlandi, taka pláss í samfélagsumræðunni um land allt, láta til sín taka í nýsköpun og stjórnunarstöðum, einnig fræðast saman, fræða hvora aðra, byggja upp tengslanet hafa gaman saman. Heiti félagsdeildar: FKA Austurland. Tilgangur félagsdeildar: Að tengja saman félagskonur FKA á svæðinu, efla tengslanet innan svæðisins og utan. Þá mun deildin halda bæði gildum og hlutverki FKA á lofti. Fyrirsvarsmenn félagsdeildar: (Ingunn) Heiða Ingimarsdóttir og Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir. Hvernig aðild nýrra félagskvenna að félagsdeild skuli háttað: Allar FKA konur á Austurlandi geta skráð sig í deildina.