Back

Sýnileikadagur FKA 2022 fyrir félagskonur FKA.

Staðsetning Verður auglýst! Takið daginn frá!
Dagur og tími 10. mars 2022
Verð Frítt

Sýnileikadagur FKA 2022 fyrir félagskonur FKA.

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

Sýnileiki, hreyfiafl og tengslanet í takt við nýja tíma fyrir félagskonur FKA!

Taktu daginn frá kæra félagskona!

 

Stórglæsileg dagskrá Sýnileikadags FKA er nú í mótun hjá Sýnileikanefnd 2022.

Sýnileikadagurinn okkar verður haldinn með pomp og prakt fimmtudaginn 10. mars 2022.

 

Á Sýnileikadegi er höndlað með gildi félagsins og spennandi dagskrá mótuð fyrir fjölbreyttan hóp kvenna með gagnlegu efni sem nýtist okkur í leik og starfi. Á Sýnileikadeginum okkar kynnumst við og náum að tileinka okkur alla þá hæfni sem við verðum að búa yfir til að geta verið leiðandi og náð forskoti.

 

Það er með stolti sem við kynnum Sýnileikanefnd 2022:

Arna Sif Þorgeirsdóttir ● Viðburðastjóri.

Dóra Eyland ● Golfklúbbur Reykjavíkur.

Eva Michelsen ● Framkvæmdastjóri – ERM ehf. // Fer fyrir nefndinni.

Nanna Kristín Magnúsdóttir ● Eigandi – Ungar kvikmyndafélag.

Sandra Yunhong She  ● Arcticstar.

Stjórnarkonan Elísabet Tanía Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri Hertz og stjórnarkonan Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri Stafræns Íslands eru fulltrúar stjórnar í nefndinni.

 

Forgangsraðaðu sjálfri þér og vertu með!

Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í fjölbreyttu starfi, ert partur af hreyfiafli og þessu öflugu tengslaneti kvenna. Félag kvenna í atvinnulífinu styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku og hefur tekist að vinna með sýnileika, tengslanet og hreyfiafl í takt við nýja tíma.

 

Þátttökumet slegið á síðast Sýnileikadegi!

Félagskonur fylltu á verkfærabeltið á Sýnileikadegi fyrr á árinu, rafrænni ráðstefnu sem nú verður í raunheimum og streymt heim til félagskvenna sem komast ekki á svæðið. Tæknin hefur fært félagskonur af landinu öllu nær hverri annarri á tímum Covid, aukið samtalið, jafnræði og ekki aftur snúið með það. Það var slegið þátttökumet þegar 450 félagskonur skráðu sig til leiks á Sýnileikadag 2021 enda dagurinn afurð stefnumótunarvinnu sem stjórn FKA fór í með félagskonum og verið var að svara ákalli um slíkan viðburð.

 

Um daginn 2021 t.d. HÉR

 

Dagurinn 2022 verður nánar auglýstur!